Kom fram í óvæntum kveðjuþætti Opruh Winfrey 10. júní 2011 15:00 Heiðraði Opruh Winfrey Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir kom fram í óvæntum kveðjuþætti fyrir Opruh Winfrey. Hún fékk verkefnið í gegnum Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem kom fram í þætti Opruh fyrir nokkrum árum eins og frægt varð.Mynd/Baldur Hrafnkell „Ég sagði ekki orð. Ég stóð bara eins og spýtukall með skiltið með bókstafnum,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sjónvarpskona á Stöð 2. Sigrún Ósk var fulltrúi Íslands í lokaþætti sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey á dögunum. Framleiðendur þáttarins leituðu til kvenna víðs vegar að úr heiminum til að taka þátt í óvæntu atriði sem Oprah hafði ekki hugmynd um. Hlutverk Sigrúnar var að standa með skilti með bókstafnum „O“ við þekkt kennileiti í Reykjavík. „Ég hef ekki séð þáttinn sjálf en mér skilst að þetta hafi verið sýnt. Það voru fimmtán þúsund manns í myndverinu og ég reikna fastlega með því að ásamt heimsókn Toms Hanks, Beyoncé og Madonnu hafi þetta verið það sem kom henni skemmtilegast á óvart,“ segir Sigrún Ósk og hlær. Alls skilaði Sigrún inn fimmtán mínútna myndefni af sér með skiltið góða. Framleiðendur þáttarins vildu greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig því á endanum var aðeins stutt brot af því notað. „Við skemmtum okkur konunglega við þetta, ég og Baldur myndatökumaður,“ segir Sigrún. Mikil leynd hvíldi yfir umræddu atriði og þurfti Sigrún að heita því að láta ekki nokkurn mann vita af upptökunum fyrir sýningu þáttarins. Hún þurfti að fylla út blað með ýmsum upplýsingum um sig. Auk þess átti hún að segja frá því hvaða þýðingu Oprah hefði haft fyrir hana og líf hennar. „Ég sagði frá því að ég hefði verið sautján ára þegar ég sá fyrsta þáttinn en svo hefði ég ekki endurnýjað kynnin fyrr en ég var í fæðingarorlofi í fyrra. Þá fékk ég til baka svar þar sem mér var þakkað fyrir að vera „loyal viewer“ síðan ég var sautján,“ segir Sigrún.hdm@frettabladid.is Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
„Ég sagði ekki orð. Ég stóð bara eins og spýtukall með skiltið með bókstafnum,“ segir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sjónvarpskona á Stöð 2. Sigrún Ósk var fulltrúi Íslands í lokaþætti sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey á dögunum. Framleiðendur þáttarins leituðu til kvenna víðs vegar að úr heiminum til að taka þátt í óvæntu atriði sem Oprah hafði ekki hugmynd um. Hlutverk Sigrúnar var að standa með skilti með bókstafnum „O“ við þekkt kennileiti í Reykjavík. „Ég hef ekki séð þáttinn sjálf en mér skilst að þetta hafi verið sýnt. Það voru fimmtán þúsund manns í myndverinu og ég reikna fastlega með því að ásamt heimsókn Toms Hanks, Beyoncé og Madonnu hafi þetta verið það sem kom henni skemmtilegast á óvart,“ segir Sigrún Ósk og hlær. Alls skilaði Sigrún inn fimmtán mínútna myndefni af sér með skiltið góða. Framleiðendur þáttarins vildu greinilega hafa vaðið fyrir neðan sig því á endanum var aðeins stutt brot af því notað. „Við skemmtum okkur konunglega við þetta, ég og Baldur myndatökumaður,“ segir Sigrún. Mikil leynd hvíldi yfir umræddu atriði og þurfti Sigrún að heita því að láta ekki nokkurn mann vita af upptökunum fyrir sýningu þáttarins. Hún þurfti að fylla út blað með ýmsum upplýsingum um sig. Auk þess átti hún að segja frá því hvaða þýðingu Oprah hefði haft fyrir hana og líf hennar. „Ég sagði frá því að ég hefði verið sautján ára þegar ég sá fyrsta þáttinn en svo hefði ég ekki endurnýjað kynnin fyrr en ég var í fæðingarorlofi í fyrra. Þá fékk ég til baka svar þar sem mér var þakkað fyrir að vera „loyal viewer“ síðan ég var sautján,“ segir Sigrún.hdm@frettabladid.is
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira