Íþróttamaður ársins: Átta nýliðar á meðal efstu tíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. desember 2011 06:00 Alexander Petersson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra. Alveg eins og í fyrra er mikið um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37. íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins. Átta nýliðar eru á listanum í ár og enginn af íþróttamönnunum tíu hefur hlotið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á listanum og náði aðeins einn þeirra, handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á listann í ár. Aron er reyndar sá eini sem nær því að vera á listanum annað árið í röð og hann á það sameiginlegt með Þóru Björg Helgadóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 22 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþróttamaður atkvæði. Helmingur íþróttamannanna á topp tíu listanum að þessu sinni er 25 ára og yngri og Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna. Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur eru á listanum. Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan kylfingur og körfuboltamaður. Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru einnig á listununum 1998, 2003 og 2006. Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu sem þóttu skara fram úr á árinu sem er að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar klukkan 20.15. Þessir fengu flest atkvæði í kjörinu (í stafrófsröð): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti Aron Pálmarsson, handbolti Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Heiðar Helguson, knattspyrna Jakob Örn Sigurðarson, körfubolti Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Ólafur Björn Loftsson, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Þóra B. Helgadóttir, knattspyrnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir (26 ára, handbolti) Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/PjeturAron Pálmarsson (21 árs, handbolti) Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2Nordic Photos / Getty ImagesÁsdís Hjálmsdóttir (26 ára, frjálsíþróttir) Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/AntonHeiðar Helguson (34 ára, knattspyrna) Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesJakob Örn Sigurðarson (29 ára, körfubolti) Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/ValliKári Steinn Karlsson (25 ára, frjálsíþróttir) Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánKolbeinn Sigþórsson (21 árs, knattspyrna) Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesÓlafur Björn Loftsson (24 ára, golf) Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/GVASara Björk Gunnarsdóttir (21 árs, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánÞóra Björg Helgadóttir (30 ára, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 3Mynd/Stefán Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Alveg eins og í fyrra er mikið um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37. íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins. Átta nýliðar eru á listanum í ár og enginn af íþróttamönnunum tíu hefur hlotið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á listanum og náði aðeins einn þeirra, handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á listann í ár. Aron er reyndar sá eini sem nær því að vera á listanum annað árið í röð og hann á það sameiginlegt með Þóru Björg Helgadóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 22 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþróttamaður atkvæði. Helmingur íþróttamannanna á topp tíu listanum að þessu sinni er 25 ára og yngri og Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna. Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur eru á listanum. Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan kylfingur og körfuboltamaður. Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru einnig á listununum 1998, 2003 og 2006. Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu sem þóttu skara fram úr á árinu sem er að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar klukkan 20.15. Þessir fengu flest atkvæði í kjörinu (í stafrófsröð): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti Aron Pálmarsson, handbolti Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Heiðar Helguson, knattspyrna Jakob Örn Sigurðarson, körfubolti Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Ólafur Björn Loftsson, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Þóra B. Helgadóttir, knattspyrnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir (26 ára, handbolti) Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/PjeturAron Pálmarsson (21 árs, handbolti) Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2Nordic Photos / Getty ImagesÁsdís Hjálmsdóttir (26 ára, frjálsíþróttir) Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/AntonHeiðar Helguson (34 ára, knattspyrna) Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesJakob Örn Sigurðarson (29 ára, körfubolti) Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/ValliKári Steinn Karlsson (25 ára, frjálsíþróttir) Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánKolbeinn Sigþórsson (21 árs, knattspyrna) Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesÓlafur Björn Loftsson (24 ára, golf) Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/GVASara Björk Gunnarsdóttir (21 árs, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánÞóra Björg Helgadóttir (30 ára, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 3Mynd/Stefán
Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira