Fréttir vikunnar: Níu ára ökumaður og fastur þjófur Boði Logason skrifar 2. janúar 2011 20:45 Trúlofaður ráðherra, Ástþór Magnússon neitar að mæta í yfirheyrslu og Jón Gnarr maður ársins, er meðal þess sem gerðist í vikunni. Á mánudaginn sögðum við frá hjónum á sjötugsaldri í Breiðholtinu sem handsömuðu innbrotsþjóf. Þegar hjónin koma heim úr búðinni taka þau eftir því að ókunnugur maður er heima hjá þeim. Þegar hann verður var við þau, ætlar hann að flýja út um glugga, en húsbóndinn tekur sig til og klemmir hann í glugganum. Þannig er þjófurinn þar til lögreglan kom á vettvang. Þau lýstu reynslu sinni í fréttum Stöðvar 2.Fimm manns dvöldu í einangrun vegna gæsluvarðhalds í fangelsum hér á Ísland yfir jólin. Mennirnir voru allir settir inn rétt fyrir jól og hafði enginn þeirra verið í fangelsi í marga daga Á þriðjudaginn sögðum við frá því að níu ára ökumaður var stöðvaður í Héðinsfjarðargöngum. Afi hans, karlmaður á níræðisaldri, var með honum í för og leyfði honum að keyra. Þegar bíllinn stoppaði sá lögreglumaður hvernig lítil mannvera skaust úr ökumannssætinu og hent sér í aftursætið. Á miðvikudag kom fram á Vísi að Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skori á Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. Eiður Smári hefur stefnt Inga og tveimur ritstjórum DV fyrir brot á friðhelgi einkalífsins.Fólk yngra en 18 ára verður óheimilt að sækja ljósabekki, í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Og þá var yfir 20 þúsund sígarettum stolið á Hvolsvelli nóttina áður. Þjófarnir brutu rúðu og komust þannig inn í sjoppuna. Þeir voru handteknir síðar um kvöldið. Á fimmtudag rannsakaði lögreglan hvort að herrafataverslunin Herra Hafnarfjörður hafi gerst brotleg við lög með því að bjóða viðskiptavinum ókeypis áfengi með hverjum seldum jakkafötum. Verslunin hafði sent tilkynningu fyrr um daginn þar sem kom fram að bjór eða léttvín fylgdi öllum seldum jakkafötum.Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu á fimmtudaginn. „Hreinn Loftsson er búinn að kæra mig út af því að hann heldur að ég haldi úti vefsíðunni sorprit.com og að þar sé óþægileg ádeila á útrásarvíkinga," sagði Ástþór. Aðspurður sagðist hann ekki ætla gefa upp hvort hann standi á bak við umrædda síðu. „Ég veit ekkert um það. Ég er ekkert að tjá mig um það heldur vinnubrögð lögreglunnar."Á gamlársdag hringdi öryrki á fréttastofuna og sagðist hafa týnt umslagi með 100 þúsund krónum. „Þetta er náttúrlega aleigan mín, þannig að ég er alveg niðurbrotinn maður," sagði hann í samtali við fréttastofuna.Jón Gnarr borgarstjóri var einnig valinn maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann mætti grímuklæddur í Kryddsíldina þegar hann tók við viðurkenningunni en svipti svo af sér hulunni í miðju viðtali. „Það snerti mig mjög mikið tilfinningalega og félagslega. Ég fylgdist mjög mikið með því sem var að gerast í gegnum fjölmiðla og fylltist svo miklum sársauka og meðlíðan," sagði Jón Gnarr þegar hann ákvað að stofna Besta flokkinn. Á nýársdagsmorgun lá karlmaðu á gjörgæsludeild etir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur fyrr um morguninn. Árásarmaðurinn er enn ófundinn og vinnur lögregla úr upplýsingum frá öryggismyndavélum í Hafnarstræti. Jón Bjarnason sagði í samtali við Vísi að Gunnar Helgason hafi leikið sig enn betur en hann sjálfur í áramótaskaupinu. „Ég var þarna mikið þegar ástandið var hvað verst og ráðuneytið kom þar inn með fyrstu aðgerðir til að koma til móts við vanda bænda á svæðinu og það var auðvitað verið að undirstrika það. Ég var ánægður með þessa áherslu í Skaupinu en undirtóninn var auðvitað alvara," sagði Jón.Þrítugur maður er í lífshættu eftir að hafa verið kýldur í höfuðið í nótt. Árásarmaðurinn fannst og var yfirheyrður seinni partinn í dag. Í dag sögðum við svo frá því að Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, trúlofaði sig um jólin. „Ég er alsæl og hamingjusöm," sagði hún í samtali við Vísi. „Maður getur gengið út þó að maður sé ráðherra," sagði Katrín kát. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Trúlofaður ráðherra, Ástþór Magnússon neitar að mæta í yfirheyrslu og Jón Gnarr maður ársins, er meðal þess sem gerðist í vikunni. Á mánudaginn sögðum við frá hjónum á sjötugsaldri í Breiðholtinu sem handsömuðu innbrotsþjóf. Þegar hjónin koma heim úr búðinni taka þau eftir því að ókunnugur maður er heima hjá þeim. Þegar hann verður var við þau, ætlar hann að flýja út um glugga, en húsbóndinn tekur sig til og klemmir hann í glugganum. Þannig er þjófurinn þar til lögreglan kom á vettvang. Þau lýstu reynslu sinni í fréttum Stöðvar 2.Fimm manns dvöldu í einangrun vegna gæsluvarðhalds í fangelsum hér á Ísland yfir jólin. Mennirnir voru allir settir inn rétt fyrir jól og hafði enginn þeirra verið í fangelsi í marga daga Á þriðjudaginn sögðum við frá því að níu ára ökumaður var stöðvaður í Héðinsfjarðargöngum. Afi hans, karlmaður á níræðisaldri, var með honum í för og leyfði honum að keyra. Þegar bíllinn stoppaði sá lögreglumaður hvernig lítil mannvera skaust úr ökumannssætinu og hent sér í aftursætið. Á miðvikudag kom fram á Vísi að Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skori á Eið Smára Guðjohnsen knattspyrnumann að leggja fram skrifleg sönnunargögn sem sanni að fréttaflutningur af fjármálum hans sé rangur. Eiður Smári hefur stefnt Inga og tveimur ritstjórum DV fyrir brot á friðhelgi einkalífsins.Fólk yngra en 18 ára verður óheimilt að sækja ljósabekki, í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Og þá var yfir 20 þúsund sígarettum stolið á Hvolsvelli nóttina áður. Þjófarnir brutu rúðu og komust þannig inn í sjoppuna. Þeir voru handteknir síðar um kvöldið. Á fimmtudag rannsakaði lögreglan hvort að herrafataverslunin Herra Hafnarfjörður hafi gerst brotleg við lög með því að bjóða viðskiptavinum ókeypis áfengi með hverjum seldum jakkafötum. Verslunin hafði sent tilkynningu fyrr um daginn þar sem kom fram að bjór eða léttvín fylgdi öllum seldum jakkafötum.Ástþór Magnússon, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglu á fimmtudaginn. „Hreinn Loftsson er búinn að kæra mig út af því að hann heldur að ég haldi úti vefsíðunni sorprit.com og að þar sé óþægileg ádeila á útrásarvíkinga," sagði Ástþór. Aðspurður sagðist hann ekki ætla gefa upp hvort hann standi á bak við umrædda síðu. „Ég veit ekkert um það. Ég er ekkert að tjá mig um það heldur vinnubrögð lögreglunnar."Á gamlársdag hringdi öryrki á fréttastofuna og sagðist hafa týnt umslagi með 100 þúsund krónum. „Þetta er náttúrlega aleigan mín, þannig að ég er alveg niðurbrotinn maður," sagði hann í samtali við fréttastofuna.Jón Gnarr borgarstjóri var einnig valinn maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Hann mætti grímuklæddur í Kryddsíldina þegar hann tók við viðurkenningunni en svipti svo af sér hulunni í miðju viðtali. „Það snerti mig mjög mikið tilfinningalega og félagslega. Ég fylgdist mjög mikið með því sem var að gerast í gegnum fjölmiðla og fylltist svo miklum sársauka og meðlíðan," sagði Jón Gnarr þegar hann ákvað að stofna Besta flokkinn. Á nýársdagsmorgun lá karlmaðu á gjörgæsludeild etir að hafa orðið fyrir alvarlegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur fyrr um morguninn. Árásarmaðurinn er enn ófundinn og vinnur lögregla úr upplýsingum frá öryggismyndavélum í Hafnarstræti. Jón Bjarnason sagði í samtali við Vísi að Gunnar Helgason hafi leikið sig enn betur en hann sjálfur í áramótaskaupinu. „Ég var þarna mikið þegar ástandið var hvað verst og ráðuneytið kom þar inn með fyrstu aðgerðir til að koma til móts við vanda bænda á svæðinu og það var auðvitað verið að undirstrika það. Ég var ánægður með þessa áherslu í Skaupinu en undirtóninn var auðvitað alvara," sagði Jón.Þrítugur maður er í lífshættu eftir að hafa verið kýldur í höfuðið í nótt. Árásarmaðurinn fannst og var yfirheyrður seinni partinn í dag. Í dag sögðum við svo frá því að Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, trúlofaði sig um jólin. „Ég er alsæl og hamingjusöm," sagði hún í samtali við Vísi. „Maður getur gengið út þó að maður sé ráðherra," sagði Katrín kát.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira