Bölvuð leiðindi þegar bíl trommuleikara var stolið 18. nóvember 2011 10:00 Einar Scheving varð fyrir áfalli þegar bílnum hans var stolið fyrr í vikunni. fréttablaðið/stefán „Maður er með sex manna fjölskyldu og trommusett sem þarf að ferja. Þetta eru bölvuð leiðindi," segir trommuleikarinn Einar Scheving. Bílnum hans, bláum Isuzu Trooper, var stolið aðfaranótt miðvikudags fyrir utan heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur. Inni í bílnum var eitthvað af hljóðfærum og 25 kynningareintök af annarri sólóplötu hans, Land míns föður, sem kom út fyrir skömmu og er tileinkuð föður hans, Árna Scheving, sem lést árið 2007. Platan er óður til Íslands og á henni eru lög Einars við texta nokkurra af þjóðskáldunum, auk vel þekktra íslenskra þjóðlaga. Einar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir fyrstu plötu sína, Cycles, sem kom út fyrir fjórum árum og tileinkaði hann einmitt föður sínum verðlaunin. „Ég bjó í átta ár í Miami, sem var einu sinni álitin mesta glæpaborg Bandaríkjanna. Ég var alveg látinn í friði með alla hluti þar en svo gerist þetta hérna á 300 þúsund manna skeri," segir Einar. Hann hefur áður lent í bíræfnum þjófum hér á landi því brotist var inn í annan bíl sem hann átti fyrir nokkrum árum. Einar er á meðal færustu trommuleikara landsins og hefur úr mörgum verkefnum að moða. Til að mynda spilar hann á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Höllinni í desember, og kemur það sér afar illa að hafa bílinn ekki til umráða í jólavertíðinni sem fram undan er. Lögreglan er að vinna í málinu og vonast Einar til að bíllinn finnist óskemmdur. Bílnúmerið er YF-725 og símanúmer Einars er 897-9506 fyrir þá sem geta aðstoðað hann við að finna farartækið. Vegleg fundarlaun eru í boði. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
„Maður er með sex manna fjölskyldu og trommusett sem þarf að ferja. Þetta eru bölvuð leiðindi," segir trommuleikarinn Einar Scheving. Bílnum hans, bláum Isuzu Trooper, var stolið aðfaranótt miðvikudags fyrir utan heimili hans í Vesturbæ Reykjavíkur. Inni í bílnum var eitthvað af hljóðfærum og 25 kynningareintök af annarri sólóplötu hans, Land míns föður, sem kom út fyrir skömmu og er tileinkuð föður hans, Árna Scheving, sem lést árið 2007. Platan er óður til Íslands og á henni eru lög Einars við texta nokkurra af þjóðskáldunum, auk vel þekktra íslenskra þjóðlaga. Einar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir fyrstu plötu sína, Cycles, sem kom út fyrir fjórum árum og tileinkaði hann einmitt föður sínum verðlaunin. „Ég bjó í átta ár í Miami, sem var einu sinni álitin mesta glæpaborg Bandaríkjanna. Ég var alveg látinn í friði með alla hluti þar en svo gerist þetta hérna á 300 þúsund manna skeri," segir Einar. Hann hefur áður lent í bíræfnum þjófum hér á landi því brotist var inn í annan bíl sem hann átti fyrir nokkrum árum. Einar er á meðal færustu trommuleikara landsins og hefur úr mörgum verkefnum að moða. Til að mynda spilar hann á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Höllinni í desember, og kemur það sér afar illa að hafa bílinn ekki til umráða í jólavertíðinni sem fram undan er. Lögreglan er að vinna í málinu og vonast Einar til að bíllinn finnist óskemmdur. Bílnúmerið er YF-725 og símanúmer Einars er 897-9506 fyrir þá sem geta aðstoðað hann við að finna farartækið. Vegleg fundarlaun eru í boði. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira