Lífið

Keira fór ekki út úr húsi vegna frægðarinnar

Keira Knigthley fór ekki út úr húsi vegna frægðarinnar.
Keira Knigthley fór ekki út úr húsi vegna frægðarinnar.
Breska leikkonan Keira Knightley fór varla út úr húsi þegar hún lék í myndunum Pirates of the Caribbean. Hún er mjög ánægð með að frægð hennar hafi dvínað síðan þá.

„Þegar Pirates-myndirnar voru að koma út gekk ég í gegnum brjálað tímabil þar sem mjög erfitt var að framkvæma einföldustu hluti. Það voru um tuttugu náungar sem biðu fyrir utan dyrnar hjá mér og þess vegna var mjög erfitt fyrir mig að kaupa í matinn. Ég fór ekki út úr húsi,“ sagði hún við Mirror.

„Síðan þá hef ég leikið í öðruvísi myndum og lífið er orðið auðveldara.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.