Erlent

Sextán látnir eftir að hafa borðað eitraðar kantalópur í Kólórado

Allt að sextán eru látnir og 72 alvarlega veikir eftir að Listeríubaktería barst í menn úr kantalópum sem framleiddar eru í Kólórado í Bandaríkjunum. Yfirvöld hafa rakið smitið til kantalópuræktanda á svæðinu og er nú verið að rannsaka hvernig bakterían náði að breiðast út. Matvælaeftirlit Bandaríkjanna varar við að tala smitaðra eigi eftir að hækka enda geti tekið allt að fjórar vikur fyrir smitið að gera vart við sig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×