Vænlegast að leggja áherslu á fá markmið 14. september 2011 11:00 Kuosmanen átti sæti í samninganefnd Finna sem samdi við ESB um aðildarsamning á árunum 1993 og 1994. Hann skrifaði síðar bók um leið Finnlands í ESB. Mynd/Vilhelm Það er lykilatriði fyrir Ísland í aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) að samninganefndin hafi fá og skýr markmið í viðræðunum, segir Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). „Það er mikilvægt að vita nákvæmlega hvað þið viljið fá út úr viðræðunum. Samningamennirnir ættu að hafa mjög skýra hugmynd um hvaða bil gæti reynst erfitt að brúa og leggja mesta áherslu á fá, skýr lykilatriði," segir Kuosmanen. Hann var í samninganefnd Finnlands sem samdi um aðild að ESB á árunum 1993 og 1994, og hélt fyrirlestur í Norræna húsinu í gær um þá vegferð. Formlegar aðildarviðræður Íslands hófust í lok júlí síðastliðins að lokinni rýnivinnu þar sem löggjöf Íslands var borin saman við löggjöf ESB. Nú standa því yfir viðræður þar sem undirbúinn er aðildarsamningur sem báðir aðilar geta sætt sig við. Kuosmanen segir að frá ESB séð snúist aðildarviðræðurnar um það hvernig viðræðuþjóðin geti lagað sig að reglum sambandsins. Það þýði hins vegar ekki að ekki sé til staðar svigrúm fyrir nýjar aðildarþjóðir til að ná fram sínum samningsmarkmiðum. „Til að ná sem bestum árangri þarf Ísland að leggja fram mjög sterk rök fyrir sinni afstöðu í nokkrum lykilmálum sem er alveg skýrt að eru mikilvægust." Spurður hvaða mál hafi reynst erfiðust í samningaviðræðum Finna segir Kuosmanen: „Það voru nokkur mál erfið en það erfiðasta varðaði landbúnaðarmál. Framleiðni finnskra bænda er lítil vegna norðlægrar stöðu landsins." Finnskir bændur þurfi því annaðhvort talsverða niðurgreiðslu eða hátt verð á markaði til að vera samkeppnishæfir. „Áður en við gengum í ESB tryggðu háir innflutningstollar hátt verð. Við þurftum hins vegar að breyta kerfinu með hliðsjón af landbúnaðarstefnu ESB, sem var mjög erfitt viðfangsefni," segir Kuosmanen. „Lausnin fólst í ýmsum tæknilegum atriðum en þó aðallega í tvennu. Við fengum að nýta okkur ákveðin verkfæri í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni af meiri krafti en önnur ríki. Síðan gaf ESB Finnlandi leyfi til að styrkja innlendan landbúnað beint á máta sem önnur ríki máttu ekki." Kuosmanen segir að þessi samningsatriði hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðu landbúnaðar í Finnlandi. Hann vill ekki vera með vangaveltur um hvort sambærilegar eða annars konar lausnir væru í boði fyrir Ísland en segir þetta fordæmi þó vera til staðar.magnusl@frettabladid.is Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Það er lykilatriði fyrir Ísland í aðildarviðræðum við Evrópusambandið (ESB) að samninganefndin hafi fá og skýr markmið í viðræðunum, segir Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). „Það er mikilvægt að vita nákvæmlega hvað þið viljið fá út úr viðræðunum. Samningamennirnir ættu að hafa mjög skýra hugmynd um hvaða bil gæti reynst erfitt að brúa og leggja mesta áherslu á fá, skýr lykilatriði," segir Kuosmanen. Hann var í samninganefnd Finnlands sem samdi um aðild að ESB á árunum 1993 og 1994, og hélt fyrirlestur í Norræna húsinu í gær um þá vegferð. Formlegar aðildarviðræður Íslands hófust í lok júlí síðastliðins að lokinni rýnivinnu þar sem löggjöf Íslands var borin saman við löggjöf ESB. Nú standa því yfir viðræður þar sem undirbúinn er aðildarsamningur sem báðir aðilar geta sætt sig við. Kuosmanen segir að frá ESB séð snúist aðildarviðræðurnar um það hvernig viðræðuþjóðin geti lagað sig að reglum sambandsins. Það þýði hins vegar ekki að ekki sé til staðar svigrúm fyrir nýjar aðildarþjóðir til að ná fram sínum samningsmarkmiðum. „Til að ná sem bestum árangri þarf Ísland að leggja fram mjög sterk rök fyrir sinni afstöðu í nokkrum lykilmálum sem er alveg skýrt að eru mikilvægust." Spurður hvaða mál hafi reynst erfiðust í samningaviðræðum Finna segir Kuosmanen: „Það voru nokkur mál erfið en það erfiðasta varðaði landbúnaðarmál. Framleiðni finnskra bænda er lítil vegna norðlægrar stöðu landsins." Finnskir bændur þurfi því annaðhvort talsverða niðurgreiðslu eða hátt verð á markaði til að vera samkeppnishæfir. „Áður en við gengum í ESB tryggðu háir innflutningstollar hátt verð. Við þurftum hins vegar að breyta kerfinu með hliðsjón af landbúnaðarstefnu ESB, sem var mjög erfitt viðfangsefni," segir Kuosmanen. „Lausnin fólst í ýmsum tæknilegum atriðum en þó aðallega í tvennu. Við fengum að nýta okkur ákveðin verkfæri í sameiginlegu landbúnaðarstefnunni af meiri krafti en önnur ríki. Síðan gaf ESB Finnlandi leyfi til að styrkja innlendan landbúnað beint á máta sem önnur ríki máttu ekki." Kuosmanen segir að þessi samningsatriði hafi verið nauðsynleg til að tryggja stöðu landbúnaðar í Finnlandi. Hann vill ekki vera með vangaveltur um hvort sambærilegar eða annars konar lausnir væru í boði fyrir Ísland en segir þetta fordæmi þó vera til staðar.magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira