Erlent

Kona forsætisráðherra Danmerkur í fyrsta skiptið

Helle Thorning-Schmidt
Helle Thorning-Schmidt
Vinstrimenn höfðu betur í þingkosningum í Danmörku í kvöld og náðu 89 þingsætum á móti bláa bandalaginu sem fékk 86 þingsæti. Því var mjótt á munum en búið er að telja nær öll atkvæði.

Rauða blokkin samanstendur af jafnaðar- og vinstrimönnum en Jafnaðarmannaflokkurinn, sem væntanlegur forsætisráðherra fer fyrir,  fékk 24,9% og tapar lítillega frá síðustu þingkosningum.

Svo virðist sem kona verði í fyrsta skiptið forsætisráðherra Danmerkur. Það er Helle Thorning-Schmidt sem leiðir Jafnaðarmannaflokkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×