Umfjöllun: Háspennu jafntefli í Krikanum Ari Erlingsson á Kaplakrikavelli skrifar 15. september 2011 16:15 Mynd/HAG Matthías Vilhjálmsson tryggði FH 1-1 jafntefli á móti Fram á 90. mínútu í leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld þar sem dramatíkin var mikil á lokamínútunum. FH-ingar töpuðu þarna dýrmætum stigum í toppbaráttunni en Framarar halda áfram að ná í stig út úr sínum leikjum. Varamaðurinn Orri Gunnarsson kom Fram í 1-0 á 87. mínútu eftir glæsilegan sprett frá Steven Lennon og það stefni í óvæntan sigur Fram. Matthías Vilhjálmsson náði hinsvegar að jafna leikinn þremur mínútum síðar eftir stórsókn FH-inga. Jafntefli voru líklega sanngjörn niðurstaða en bæði lið þurftu á stigunum að halda á sitthvorum enda töflunnar. Jafnræði var með liðunum lengst af og skiptust liðin á að sækja megnið af leiknum. Atli Viðar Björnsson framherji FH-inga nagar sig þó eflaust duglega í handarbökin eftir að hafa brennt af tveim bestu færum leiksins. Fyrri hálfleikur í Hafnarfirði var afspyrnuslakur og vægast sagt tíðindalítill. Það fór meira fyrir baráttu og djöfulgangi heldur en fallegum fótbolta. Þrátt fyrir að liðin væri á sitt hvorum enda töflunnar mátti það ekki greina á leiknum. Framarar voru síst lakari aðilinn og byrjuðu þeir seinni hálfleik mikið mun betur. Meðal annars átti Samuel Hewson skot í stöng úr aukaspyrnu. FH-ingar færðu sig þó aðeins upp á skaftið eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og átti Atli Viðar Björnsson meðal annars 2 dauðafæri sem fóru forgörðum. Það voru því þeim mikil vonbrigði þegar varamaðurinn Orri Gunnarsson kom gestunum yfir á 87 mínútu. Orri sem skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark kláraði færi sitt vel inn í teig eftir glæsilegan undirbúning Stevens Lennon utan af hægri kanti. FH-ingar gáfust ekki upp við þetta og hófu strax stórsókn. Eftir að Ögmundur í marki Framara hafði varið glæsilega skot Guðmundar Sævarssonar í horn náðu heimamenn að jafna. Í kjölfarið á horninu barst boltinn til Matthíasar Vilhjálmssonar sem skoraði af stuttu færi og jafnaði leikinn í 1-1. Skömmu síðar flautaði Þorvaldur Árnason dómari til leiksloka. Niðurstaða leiksins 1-1 og mátti í raun hvorugt liðið við því að missa stig í baráttunni sem framundan er. Framarar geta borið höfuðið hátt því þrátt fyrir að vera töluvert fjarri FH-ingum á töflunni gáfu þeir þeim ekkert eftir. Það er greinilegt á öllu að leikmenn Fram hafa nú öðlast trú á því sem þeir eru að gera og hefur koma nýrra manna í liðið gert þeim gott. Steven Lennon einn af nýju mönnunum spilaði mjög vel í framlínunni og var sívinnandi. Þrátt fyrir smæð þá býr hann yfir miklum styrk auk þess hann er útsjónarsamur og kvikur. Með slíka ógn fram á við er leikur liðsins allt annar. FH-ingar sem spiluðu KR-inga sundur og saman í síðustu umferð sýndu ekki viðlíka frammistöðu að þessu sinni. Þeir djöfluðust og börðust þó en sendingar voru mistækar og liðið náði sjaldan að bjóða upp á árangursríkan sóknarleik. Leikurinn hefði þó líklegast orðið allt annar ef Atli Viðar Björnsson hefði tekið með sér markaskónna. Atli fór illa með færin sín í kvöld og þegar upp er staðið kostaði það FH-inga öll stigin. Með jafntefli í kvöld eru FH-ingar nánast úr leik í titilbaráttunni og við tekur barátta um að tryggja 3 sætið. Staða Framara er ennþá erfið en með viðlíka spilamennsku eins og í kvöld ættu þeir að geta horft björtum augum fram á veginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Matthías Vilhjálmsson tryggði FH 1-1 jafntefli á móti Fram á 90. mínútu í leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld þar sem dramatíkin var mikil á lokamínútunum. FH-ingar töpuðu þarna dýrmætum stigum í toppbaráttunni en Framarar halda áfram að ná í stig út úr sínum leikjum. Varamaðurinn Orri Gunnarsson kom Fram í 1-0 á 87. mínútu eftir glæsilegan sprett frá Steven Lennon og það stefni í óvæntan sigur Fram. Matthías Vilhjálmsson náði hinsvegar að jafna leikinn þremur mínútum síðar eftir stórsókn FH-inga. Jafntefli voru líklega sanngjörn niðurstaða en bæði lið þurftu á stigunum að halda á sitthvorum enda töflunnar. Jafnræði var með liðunum lengst af og skiptust liðin á að sækja megnið af leiknum. Atli Viðar Björnsson framherji FH-inga nagar sig þó eflaust duglega í handarbökin eftir að hafa brennt af tveim bestu færum leiksins. Fyrri hálfleikur í Hafnarfirði var afspyrnuslakur og vægast sagt tíðindalítill. Það fór meira fyrir baráttu og djöfulgangi heldur en fallegum fótbolta. Þrátt fyrir að liðin væri á sitt hvorum enda töflunnar mátti það ekki greina á leiknum. Framarar voru síst lakari aðilinn og byrjuðu þeir seinni hálfleik mikið mun betur. Meðal annars átti Samuel Hewson skot í stöng úr aukaspyrnu. FH-ingar færðu sig þó aðeins upp á skaftið eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og átti Atli Viðar Björnsson meðal annars 2 dauðafæri sem fóru forgörðum. Það voru því þeim mikil vonbrigði þegar varamaðurinn Orri Gunnarsson kom gestunum yfir á 87 mínútu. Orri sem skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark kláraði færi sitt vel inn í teig eftir glæsilegan undirbúning Stevens Lennon utan af hægri kanti. FH-ingar gáfust ekki upp við þetta og hófu strax stórsókn. Eftir að Ögmundur í marki Framara hafði varið glæsilega skot Guðmundar Sævarssonar í horn náðu heimamenn að jafna. Í kjölfarið á horninu barst boltinn til Matthíasar Vilhjálmssonar sem skoraði af stuttu færi og jafnaði leikinn í 1-1. Skömmu síðar flautaði Þorvaldur Árnason dómari til leiksloka. Niðurstaða leiksins 1-1 og mátti í raun hvorugt liðið við því að missa stig í baráttunni sem framundan er. Framarar geta borið höfuðið hátt því þrátt fyrir að vera töluvert fjarri FH-ingum á töflunni gáfu þeir þeim ekkert eftir. Það er greinilegt á öllu að leikmenn Fram hafa nú öðlast trú á því sem þeir eru að gera og hefur koma nýrra manna í liðið gert þeim gott. Steven Lennon einn af nýju mönnunum spilaði mjög vel í framlínunni og var sívinnandi. Þrátt fyrir smæð þá býr hann yfir miklum styrk auk þess hann er útsjónarsamur og kvikur. Með slíka ógn fram á við er leikur liðsins allt annar. FH-ingar sem spiluðu KR-inga sundur og saman í síðustu umferð sýndu ekki viðlíka frammistöðu að þessu sinni. Þeir djöfluðust og börðust þó en sendingar voru mistækar og liðið náði sjaldan að bjóða upp á árangursríkan sóknarleik. Leikurinn hefði þó líklegast orðið allt annar ef Atli Viðar Björnsson hefði tekið með sér markaskónna. Atli fór illa með færin sín í kvöld og þegar upp er staðið kostaði það FH-inga öll stigin. Með jafntefli í kvöld eru FH-ingar nánast úr leik í titilbaráttunni og við tekur barátta um að tryggja 3 sætið. Staða Framara er ennþá erfið en með viðlíka spilamennsku eins og í kvöld ættu þeir að geta horft björtum augum fram á veginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira