Innlent

Vill ekki íslenskan ríkisborgararétt

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfsæðisflokks, gerir ekki ráð fyrir því að draga til baka frumvarp um að veita hinni rússneskættuðu Madinu Salamova ríkisborgararétt hér á landi. Lögmaður konunnar hefur lýst því yfir að hún kæri sig ekki um að vera íslenskur ríkisborgari.

Madina Salamova hefur búið í Noregi frá unga aldri en norsk stjórnvöld vísuðu henni úr landi fyrr í þessum mánuði. Málið hefur vakið töluverða athygli í norskum fjölmiðlum.

Í frumvarpi sem Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram á Alþingi er lagt til að íslensk stjórnvöld veiti Salamovu ríkisborgarrétt. Fram kemur í frumvarpinu að gangi þetta eftir geti Salamova ráðið hvar á Norðurlöndum hún býr. Lögmaður hennar hefur hins vegar lýst því yfir í fjölmiðlum að hún hafi ekki áhuga á að gerast íslenskur ríkisborgari.

„Svolítið ertni í þessu"

„Við skulum bara sjá til. Þetta er fyrst og fremst stuðningsyfirlýsing við unga konu í erfiðri stöðu sem hefur verið í mörg ár á Norðurlöndum og er allt í einu hent út í kuldann," segir Árni spurður hvort til greina komi að draga frumvarpið til baka.Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.Mynd/Vilhelm
Árni segist ekki vera stríða Norðmönnum með frumvarpi sínu. „En það er auðvitað svolítið ertni í þessu."

Frumvarp Árna hefur vakið töluverða athygli í Noregi. „Ég hef fengið mikil viðbrögð frá Noregi, bæði jákvæð og neikvæð. Þau jákvæðustu voru frá þekktum norskum stjórnmálmanni sem sagðist fagna mjög þessari tillögu. Þetta hafi komið á honum á óvart og hann vonaði að þetta yrði samþykkt á Íslandi. Hann sagði líka að það væri því miður orðið þannig í Noregi að það væri bara hugsað um peninga og olíu og að það væri búið að gleyma manneskjulega þættinum."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.