Lítur á greiðslurnar sem skilasvik 20. janúar 2011 18:13 Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum í dag beinast meðal annars að þessu. Saksóknari lítur á greiðslurnar sem skilasvik. Lögreglumenn frá sérstökum saksóknara voru mættir í höfuðstöðvar MP banka í Ármúla laust eftir klukkan tíu í morgun, að sögn Gunnars Karl Guðmundssonar, forstjóra bankans. Þá var gerð húsleit hjá Straumi fjárfestingarbanka, sem í dag starfar undir heitinu ALMC og þá gerðist sá óvenjulegi atburður að húsleit var framkvæmd í húsakynnum Seðlabanka Íslands. Rannsókn sérstaks saksóknara beinist meðal annars að því að milljarðar króna voru millifærðir af reikningi Landsbankans hér í Seðlabankanum inn á reikninga í eigu Straums og MP banka hinn 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Millifærslan til MP banka var til þess að gera upp skuld Landsbankans í svokölluðum endurhverfum viðskiptum, viðskiptum sem nefnd hafa verið ástarbréf. Þau virkuðu þannig að þegar lánsfé þvarr og stóru bankarnir fengu ekki frekari lán hjá Seðlabankanum fengu smærri fjármálafyrirtæki, eins og MP banki, lán hjá Seðlabankanum sem þau endurlánuðu svo til stóru bankanna gegn veðum í hlutabréfum þeirra. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að upphæðin sem millifærð hafi verið inn á reikninga MP banka hlaupi á milljörðum króna, en við það var tjón MP banka af ástarbréfaviðskiptunum takmarkað verulega. Í tilviki Straums var um að ræða lánalínu hjá Landsbankanum, en meðan allt var á suðupunkti munu starfsmenn Straums hafa fengið fyrirmæli um að draga á línuna meðan Landsbankinn var enn opinn. Grunur leikur á að þessar millifærslur falli undir skilasvik í 250. gr. almennra hegningarlaga og með þeim hafi kröfuhöfum bankans verið mismunað með millifærslum í miðju hruni, en brotið getur varðað allt að sex ára fangelsi. „Það er þessi tímasetning sem er fyrst og fremst til skoðunar," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari en hann lítur á greiðslurnar sem skilasvik. Annars vegar um að ræða millifærslur til Straums en stærstu hluthafar beggja banka voru Björgólfsfeðgar. Talsmaður Björgólfs Thors sagði við Stöð 2 í dag að saksóknari hefði ekki óskað eftir upplýsingum frá honum í tengslum við rannsóknina. Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsbankanum, var handtekinn í morgun en hann hafði yfirumsjón með endurhverfu viðskiptunum hjá Landsbankanum. Þórir Örn Ingólfsson, fyrrverandi yfirmaður áhættustýringar bankans, var einnig handtekinn og færður til skýrslutöku hjá saksóknara. Sérstakur saksóknari er einnig að rannsaka kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna sem áttu sér stað sama dag 6. október 2008, en Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi forstöðumaður Landsvaka var handtekinn í morgun. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum hinna handteknu. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Sama dag og neyðarlögin voru sett í miðju bankahruninu voru millifærðar háar fjárhæðir út af reikningum Landsbankans hjá Seðlabankanum, en húsleitir sérstaks saksóknara í dag hjá MP banka, Straumi og Seðlabankanum í dag beinast meðal annars að þessu. Saksóknari lítur á greiðslurnar sem skilasvik. Lögreglumenn frá sérstökum saksóknara voru mættir í höfuðstöðvar MP banka í Ármúla laust eftir klukkan tíu í morgun, að sögn Gunnars Karl Guðmundssonar, forstjóra bankans. Þá var gerð húsleit hjá Straumi fjárfestingarbanka, sem í dag starfar undir heitinu ALMC og þá gerðist sá óvenjulegi atburður að húsleit var framkvæmd í húsakynnum Seðlabanka Íslands. Rannsókn sérstaks saksóknara beinist meðal annars að því að milljarðar króna voru millifærðir af reikningi Landsbankans hér í Seðlabankanum inn á reikninga í eigu Straums og MP banka hinn 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Millifærslan til MP banka var til þess að gera upp skuld Landsbankans í svokölluðum endurhverfum viðskiptum, viðskiptum sem nefnd hafa verið ástarbréf. Þau virkuðu þannig að þegar lánsfé þvarr og stóru bankarnir fengu ekki frekari lán hjá Seðlabankanum fengu smærri fjármálafyrirtæki, eins og MP banki, lán hjá Seðlabankanum sem þau endurlánuðu svo til stóru bankanna gegn veðum í hlutabréfum þeirra. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að upphæðin sem millifærð hafi verið inn á reikninga MP banka hlaupi á milljörðum króna, en við það var tjón MP banka af ástarbréfaviðskiptunum takmarkað verulega. Í tilviki Straums var um að ræða lánalínu hjá Landsbankanum, en meðan allt var á suðupunkti munu starfsmenn Straums hafa fengið fyrirmæli um að draga á línuna meðan Landsbankinn var enn opinn. Grunur leikur á að þessar millifærslur falli undir skilasvik í 250. gr. almennra hegningarlaga og með þeim hafi kröfuhöfum bankans verið mismunað með millifærslum í miðju hruni, en brotið getur varðað allt að sex ára fangelsi. „Það er þessi tímasetning sem er fyrst og fremst til skoðunar," segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari en hann lítur á greiðslurnar sem skilasvik. Annars vegar um að ræða millifærslur til Straums en stærstu hluthafar beggja banka voru Björgólfsfeðgar. Talsmaður Björgólfs Thors sagði við Stöð 2 í dag að saksóknari hefði ekki óskað eftir upplýsingum frá honum í tengslum við rannsóknina. Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsbankanum, var handtekinn í morgun en hann hafði yfirumsjón með endurhverfu viðskiptunum hjá Landsbankanum. Þórir Örn Ingólfsson, fyrrverandi yfirmaður áhættustýringar bankans, var einnig handtekinn og færður til skýrslutöku hjá saksóknara. Sérstakur saksóknari er einnig að rannsaka kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna sem áttu sér stað sama dag 6. október 2008, en Stefán Héðinn Stefánsson, fyrrverandi forstöðumaður Landsvaka var handtekinn í morgun. Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir neinum hinna handteknu.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira