Hjólreiðar valda alls ekki hjartaáföllum - eru hollar fyrir flesta 1. mars 2011 16:45 MYND/AP Hún vakti athygli á dögunum fréttin af erlendri skýrslu þar sem sagt var að hjólreiðar væru heilsuspillandi og orsökuðu hjartaáfall. Greinin var upphaflega skrifuð í Daily Mail en fór fljótlega víða, þar á meðal inn á Vísi. Forsvarsmenn rannsóknarinnar eru hinsvegar ekki allskostar sáttir við túlkun breska blaðsins á skýrslunni og í Guardian hefur henni nú verið svarað, enda langt í frá hægt að segja að hjólreiðar orsaki hjartaáföll. Tim Nawrot, einn af höfundum skýrslunnar segir alrangt að leggja svo út af rannsókninni. „Ég er ekki sammála því að hjólreiðar séu óheilsusamlegar. Hreyfing er mjög góð leið til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma af ýmsu tagi." Nawrot útskýrir að rannsóknin hafi verið gerð til þess að finna helstu þætti sem orsaki að lokum hjartaáföll hjá fólki sem er þegar langt leitt af sjúkdómum sem offita, drykkja og reykingar valda, svo dæmi séu tekin. Ein helsta kveikjan að hjartaáföllum er samkvæmt rannsókninni mikil hreyfing og að vera í mikilli umferð með tilheyrandi mengun og hjólreiðar geta sameinað þetta tvennt. Þannig fengu menn út að hjólreiðar orsaki hjartaáföll. Sérfræðingur hjá bresku hjartasamtökunum bætir um betur í Guardian greininni og segir: „Loftmengun og útblástur bifreiða geta gert illt verra hjá þeim sem þjást af hjartasjúkdómum. En ef hjartað er heilbrigt þá er mun meira að græða á því að fara út að hjóla en að sitja bara heima með gluggana lokaða." Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Hún vakti athygli á dögunum fréttin af erlendri skýrslu þar sem sagt var að hjólreiðar væru heilsuspillandi og orsökuðu hjartaáfall. Greinin var upphaflega skrifuð í Daily Mail en fór fljótlega víða, þar á meðal inn á Vísi. Forsvarsmenn rannsóknarinnar eru hinsvegar ekki allskostar sáttir við túlkun breska blaðsins á skýrslunni og í Guardian hefur henni nú verið svarað, enda langt í frá hægt að segja að hjólreiðar orsaki hjartaáföll. Tim Nawrot, einn af höfundum skýrslunnar segir alrangt að leggja svo út af rannsókninni. „Ég er ekki sammála því að hjólreiðar séu óheilsusamlegar. Hreyfing er mjög góð leið til þess að koma í veg fyrir sjúkdóma af ýmsu tagi." Nawrot útskýrir að rannsóknin hafi verið gerð til þess að finna helstu þætti sem orsaki að lokum hjartaáföll hjá fólki sem er þegar langt leitt af sjúkdómum sem offita, drykkja og reykingar valda, svo dæmi séu tekin. Ein helsta kveikjan að hjartaáföllum er samkvæmt rannsókninni mikil hreyfing og að vera í mikilli umferð með tilheyrandi mengun og hjólreiðar geta sameinað þetta tvennt. Þannig fengu menn út að hjólreiðar orsaki hjartaáföll. Sérfræðingur hjá bresku hjartasamtökunum bætir um betur í Guardian greininni og segir: „Loftmengun og útblástur bifreiða geta gert illt verra hjá þeim sem þjást af hjartasjúkdómum. En ef hjartað er heilbrigt þá er mun meira að græða á því að fara út að hjóla en að sitja bara heima með gluggana lokaða."
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira