Áttuðu sig fyrst á grafalvarlegri stöðu Orkuveitunnar í lok janúar Valur Grettisson skrifar 29. mars 2011 19:51 Orkuveitan. Það var ekki fyrr en 28. janúar sem stjórnendum Orkuveitunnar í Reykjavík varð ljóst að staða Orkuveitunnar væri grafalvarleg, og að fyrirtækið væri tæknilega gjaldþrota. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitunnar í Kastljósi í kvöld. Það var síðasta haust sem Orkuveitan sagði upp 65 starfsmönnum auk þess sem gjaldskrár voru hækkaðar með það að markmiði að gera fyrirtækið lánshæft á erlendum lánamörkuðum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og stjórnarmaður Orkuveitunnar, mótmælti reyndar uppsögnunum og lagði þá til að starfshlutföll starfsmanna yrðu minnkuð. Bjarni sagði í Kastljósi að stuttu síðar hefði farið fram ítarlega greining á starfsemi Orkuveitunnar og skýrslu skilað þann 28. janúar síðastliðinn. Niðurstaðan virðist hafa verið sláandi; þar kom í ljós að Orkuveitan gæti meðal annars ekki borgað starfsfólki sínu laun næsta sumar kæmi ekki til björgunar líkt og borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag. Ráðið samþykkti 12 milljarða króna lán eigenda Orkuveitunnar til fyrirtækisins. Og Orkuveitan kynnti á blaðamannafundi róttækar niðurskurðaraðgerðir sem miða að því að rétta reksturinn við. Fjárfestingum verður frestað og eiga að sparast með því 16 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður verður lækkaður um 5 milljarða. Tíu milljarðar eiga að koma inn með sölu eigna, átta milljarðar með öðrum sparnaði og svo 12 milljarða lán frá eigendum Orkuveitunnar. Þá verður einnig sett á laggirnar nokkurskonar rannsóknarnefnd sem skal skoða það hvernig Orkuveitan komst í þessa þröngu stöðu sem kostar borgarbúa milljarða. Sjálfur vildi Bjarni ekki tjá sig um fortíðina í viðtali við Kastljós. „Verkefnið mitt er ærið, en ég er hvorki sagnfræðingur né dómari," sagði Bjarni þegar sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan gekk á hann í viðtalinu um skoðanir hans á fortíð fyrirtækisins. Spurður út í ummæli borgarstjórans um viðkvæma stöðu Orkuveitunnar sagðist Bjarni standa í þeirri trú að þau hefðu engin áhrif haft erlenda banka sem vilja ekki lána Orkuveitunni fé. Þá sagði Bjarni að það væri vissulega áhyggjuefni að eignir Orkuveitunnar færu á brunaútsölu í ljósi stöðunnar, en til stendur að selja eignir fyrir um tíu milljarða. Meðal þeirra eigna er gagnaveitan. Stjórn Orkuveitunnar hefur hinsvegar ekki tekið ákvörðun um að setja gagnaveituna í söluferli, en Kjartan, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar, um að skoðað yrði möguleikana á að selja veituna, sem er enn skilgreind sem hluti af kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur. Tengdar fréttir Orkuveitan fær 11,3 milljarða frá borginni Reykjavíkurborg mun lána Orkuveitunni 11,3 milljarða króna til þess að rétta af fjárhag fyrirtækisins. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í dag en borgarstjóri lagði tillöguna fram. Bróðurpartur lánsins verður greiddur út þann 1. apríl næstkomandi eða 7,4 milljarðar en eftirstöðvarnar á fyrri hluta árs 2013. 29. mars 2011 14:00 Orkuveitan: Hefðu ekki getað borgað laun án björgunarpakkans Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar. 29. mars 2011 18:31 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Það var ekki fyrr en 28. janúar sem stjórnendum Orkuveitunnar í Reykjavík varð ljóst að staða Orkuveitunnar væri grafalvarleg, og að fyrirtækið væri tæknilega gjaldþrota. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitunnar í Kastljósi í kvöld. Það var síðasta haust sem Orkuveitan sagði upp 65 starfsmönnum auk þess sem gjaldskrár voru hækkaðar með það að markmiði að gera fyrirtækið lánshæft á erlendum lánamörkuðum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og stjórnarmaður Orkuveitunnar, mótmælti reyndar uppsögnunum og lagði þá til að starfshlutföll starfsmanna yrðu minnkuð. Bjarni sagði í Kastljósi að stuttu síðar hefði farið fram ítarlega greining á starfsemi Orkuveitunnar og skýrslu skilað þann 28. janúar síðastliðinn. Niðurstaðan virðist hafa verið sláandi; þar kom í ljós að Orkuveitan gæti meðal annars ekki borgað starfsfólki sínu laun næsta sumar kæmi ekki til björgunar líkt og borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag. Ráðið samþykkti 12 milljarða króna lán eigenda Orkuveitunnar til fyrirtækisins. Og Orkuveitan kynnti á blaðamannafundi róttækar niðurskurðaraðgerðir sem miða að því að rétta reksturinn við. Fjárfestingum verður frestað og eiga að sparast með því 16 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður verður lækkaður um 5 milljarða. Tíu milljarðar eiga að koma inn með sölu eigna, átta milljarðar með öðrum sparnaði og svo 12 milljarða lán frá eigendum Orkuveitunnar. Þá verður einnig sett á laggirnar nokkurskonar rannsóknarnefnd sem skal skoða það hvernig Orkuveitan komst í þessa þröngu stöðu sem kostar borgarbúa milljarða. Sjálfur vildi Bjarni ekki tjá sig um fortíðina í viðtali við Kastljós. „Verkefnið mitt er ærið, en ég er hvorki sagnfræðingur né dómari," sagði Bjarni þegar sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan gekk á hann í viðtalinu um skoðanir hans á fortíð fyrirtækisins. Spurður út í ummæli borgarstjórans um viðkvæma stöðu Orkuveitunnar sagðist Bjarni standa í þeirri trú að þau hefðu engin áhrif haft erlenda banka sem vilja ekki lána Orkuveitunni fé. Þá sagði Bjarni að það væri vissulega áhyggjuefni að eignir Orkuveitunnar færu á brunaútsölu í ljósi stöðunnar, en til stendur að selja eignir fyrir um tíu milljarða. Meðal þeirra eigna er gagnaveitan. Stjórn Orkuveitunnar hefur hinsvegar ekki tekið ákvörðun um að setja gagnaveituna í söluferli, en Kjartan, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögu á síðasta stjórnarfundi Orkuveitunnar, um að skoðað yrði möguleikana á að selja veituna, sem er enn skilgreind sem hluti af kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Orkuveitan fær 11,3 milljarða frá borginni Reykjavíkurborg mun lána Orkuveitunni 11,3 milljarða króna til þess að rétta af fjárhag fyrirtækisins. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í dag en borgarstjóri lagði tillöguna fram. Bróðurpartur lánsins verður greiddur út þann 1. apríl næstkomandi eða 7,4 milljarðar en eftirstöðvarnar á fyrri hluta árs 2013. 29. mars 2011 14:00 Orkuveitan: Hefðu ekki getað borgað laun án björgunarpakkans Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar. 29. mars 2011 18:31 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Orkuveitan fær 11,3 milljarða frá borginni Reykjavíkurborg mun lána Orkuveitunni 11,3 milljarða króna til þess að rétta af fjárhag fyrirtækisins. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í dag en borgarstjóri lagði tillöguna fram. Bróðurpartur lánsins verður greiddur út þann 1. apríl næstkomandi eða 7,4 milljarðar en eftirstöðvarnar á fyrri hluta árs 2013. 29. mars 2011 14:00
Orkuveitan: Hefðu ekki getað borgað laun án björgunarpakkans Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar. 29. mars 2011 18:31