Orkuveitan: Hefðu ekki getað borgað laun án björgunarpakkans Símon Örn Birgisson skrifar 29. mars 2011 18:31 Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar. Borgarráð samþykkti í morgun 12 milljarða króna lán eigenda Orkuveitunnar til fyrirtækisins. Og Orkuveitan kynnti á blaðamannafundi róttækar niðurskurðaraðgerðir sem miða að því að rétta reksturinn við. Fjárfestingum verður frestað og eiga að sparast með því 16 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður verður lækkaður um 5 milljarða. Tíu milljarðar eiga að koma inn með sölu eigna, átta milljarðar með öðrum sparnaði og svo 12 milljarða lán frá eigendum Orkuveitunnar. „Orkuveitan er búin að vera á langri siglingu en er mjög illa stödd núna. En skipið er ekki sokkið," sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar. Bjarni kynnti á fundinum nýja tíma og hugsun í rekstri Orkuveitunnar. Sá tími væri kominn að fyrirtækið breytti starfsháttum sínum og einbeitti sér að grunnveituþjónustu við borgarbúa. Hann sagði Orkusölu til stóriðju ekki koma lengur til greina. Og að allar eignir fyrirtækisins sem ekki tengdust kjarnastarfsemi væru til sölu, þar á meðal Perlan og höfuðstöðvar Orkuveitunnar, en ekki ríkir full sátt meðal eigenda Orkuveitunnar um sölu Gagnaveitunnar þó Bjarni telji þá þjónustu ekki falla undir kjarnastarfsemi. Þá tilkynnti Bjarni um miklar gjaldskrárhækkanir. Heita vatnið mun hækka um átta prósent og fráveitan um 45%. Þá verður starfsfólki fækkað um 90 með ráðningarbanni til ársins 2016. Á þessu grafi sést vel sá alvarlegi vandi sem Orkuveitan glímir við. Frá árinu 2000 hækkuðu skuldirnar jafnt og þétt. Skuldirnar nema nú yfir 200 milljörðum og er bróðurparturinn í erlendri mynd. Þær skuldir á nú að lækka. „Mér finnst mjög sorglegt að staðan sé svona. En loksins liggur niðurstaða á borðinu," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur um alvarlega stöðu Orkuveituna. Á blaðamannafundinum í dag kom einnig fram að samþykkt hafi verið í borgarráði að setja á laggirnar einskonar rannsóknarnefnd vegna málefna Orkuveitunnar. „Samfylkingin hefur verið í borgarstjórn og meirihluta. En líka minnihluta. Við eigum ekki að setjast í dómarasætið sjálf. Ég kvíði ekki niðurstöðunni í því máli," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Orkuveitan er gjaldþrota fyrirtæki að mati Bjarna Bjarnasonar forstjóra Orkuveitunnar og hefði ekki getað borgað starfsfólki laun án björgunarpakkans sem samþykktur var í dag. Stofnuð hefur verið sérstök rannsóknarnefnd sem fara mun yfir málefni Orkuveitunnar. Borgarráð samþykkti í morgun 12 milljarða króna lán eigenda Orkuveitunnar til fyrirtækisins. Og Orkuveitan kynnti á blaðamannafundi róttækar niðurskurðaraðgerðir sem miða að því að rétta reksturinn við. Fjárfestingum verður frestað og eiga að sparast með því 16 milljarðar króna. Rekstrarkostnaður verður lækkaður um 5 milljarða. Tíu milljarðar eiga að koma inn með sölu eigna, átta milljarðar með öðrum sparnaði og svo 12 milljarða lán frá eigendum Orkuveitunnar. „Orkuveitan er búin að vera á langri siglingu en er mjög illa stödd núna. En skipið er ekki sokkið," sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar. Bjarni kynnti á fundinum nýja tíma og hugsun í rekstri Orkuveitunnar. Sá tími væri kominn að fyrirtækið breytti starfsháttum sínum og einbeitti sér að grunnveituþjónustu við borgarbúa. Hann sagði Orkusölu til stóriðju ekki koma lengur til greina. Og að allar eignir fyrirtækisins sem ekki tengdust kjarnastarfsemi væru til sölu, þar á meðal Perlan og höfuðstöðvar Orkuveitunnar, en ekki ríkir full sátt meðal eigenda Orkuveitunnar um sölu Gagnaveitunnar þó Bjarni telji þá þjónustu ekki falla undir kjarnastarfsemi. Þá tilkynnti Bjarni um miklar gjaldskrárhækkanir. Heita vatnið mun hækka um átta prósent og fráveitan um 45%. Þá verður starfsfólki fækkað um 90 með ráðningarbanni til ársins 2016. Á þessu grafi sést vel sá alvarlegi vandi sem Orkuveitan glímir við. Frá árinu 2000 hækkuðu skuldirnar jafnt og þétt. Skuldirnar nema nú yfir 200 milljörðum og er bróðurparturinn í erlendri mynd. Þær skuldir á nú að lækka. „Mér finnst mjög sorglegt að staðan sé svona. En loksins liggur niðurstaða á borðinu," sagði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur um alvarlega stöðu Orkuveituna. Á blaðamannafundinum í dag kom einnig fram að samþykkt hafi verið í borgarráði að setja á laggirnar einskonar rannsóknarnefnd vegna málefna Orkuveitunnar. „Samfylkingin hefur verið í borgarstjórn og meirihluta. En líka minnihluta. Við eigum ekki að setjast í dómarasætið sjálf. Ég kvíði ekki niðurstöðunni í því máli," sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira