Fjármálafyrirtækin fjármagni eftirstöðvar Icesave Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. febrúar 2011 17:59 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður fjárlaganefndar. Mynd/Anton Brink Ef allt gengur að óskum má búast við því að Icesave frumvarpið geti komið til þriðju umræðu á Alþingi þann fimmtánda eða sextánda febrúar, samkvæmt upplýsingum frá Oddnýju Harðardóttur, formanni fjárlaganefndar. Nú fer í hönd svokölluð kjördæmavika þannig að ekkert verður unnið í málinu í næstu viku. „Það verður sennilega fundur á mánudaginn fjórtánda febrúar. Þá gerum við ráð fyrir að fjárlaganefndin komi saman og ræði það sem útaf stendur. Það eru umsagnir viðskiptanefndar og efnahags- og skattanefndar og breytingatillagan sem framsókn er með," segir Oddný í samtali við Vísi. Umsagnir þingnefndanna tveggja snúast öðrum þræði um það hvort hægt sé að finna leið til að fjármagna þann kostnað sem hugsanlega mun falla á ríkissjóð vegna Icesave samkomulagsins með greiðslum frá fjármálafyrirtækjum. „Það er verið að skoða hvort það sé möguleiki að koma því við annað hvort í gegnum lög um innstæðutryggingar eða með aukasköttum," segir Oddný. Oddný segir að það mál sem lúti að fjármögnun eftirstöðva Icesave skuldbindinganna sé eitthvað sem verði leyst hérna innanlands. „Þetta mál kemur ekki samskiptum okkar við Breta og Hollendinga við. Við getum gengið frá samningum við Breta og Hollendinga þó við vinnum áfram með þetta mál," segir Oddný í samtali við Vísi. Tengdar fréttir Segir Sigmund Davíð snúa Icesave áhættu á hvolf Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins misskilji áhættuna af nýjum Icesave-samningi. Raunar snúi Sigmundur Davíð áhættunni á hvolf. 3. febrúar 2011 11:23 Viðskiptaráð hvetur Alþingi til þess að samþykkja Icesave Viðskiptaráð Íslands hvetur Alþingi til þess að samþykkja nýja Icesave-frumvarpið en áréttar jafnframt að með hvatningunni sé ráðið ekki að taka afstöðu hvort ríkissjóði beri skylda til þess að veita ríkisábyrgð á skuld Tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs Íslands. 3. febrúar 2011 12:22 Styrmir Gunnarsson: Meiriháttar pólitísk mistök þingflokksins „Það eru meiriháttar pólitísk mistök hjá meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins og forystu þess flokks að gera sér ekki grein fyrir þessu. Þess vegna er nú að rísa bylgja andstöðu innan flokksins vegna þessarar afstöðu meirihluta þingflokksins,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á vef Evrópuvaktarinnar, en hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, leggi fram tillögu á Alþingi, þar sem lagt yrði til að almenningur fái að kjósa um Icesave-frumvarpið, sem nefndarmenn fjárlaganefndar hafa mælst til að verði samþykkt. 3. febrúar 2011 14:10 Óvissa um stuðning fimm þingmanna Sjálfstæðisflokks Óvissa er um stuðning a.m.k fimm þingmanna Sjálfstæðisflokksins við nýja Icesave-samninginn og því skiptist þingflokkurinn í tvær fylkingar í afstöðu til hans en öll forysta flokksins styður nýjan samning. Tuttugu og níu félagsmenn hafa skráð sig úr Sjálfstæðisflokknum frá því í gær. 3. febrúar 2011 12:00 Icesave frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu Alþingi greiddi nú fyrir skömmu atkvæði um Icesave frumvarpið. Samþykkt var að beina frumvarpinu til þriðju og lokaumræðu á Alþingi sem fram fer nú síðar í mánuðinum. Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn ellefu, sex greiddu ekki atkvæði. 3. febrúar 2011 16:51 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ef allt gengur að óskum má búast við því að Icesave frumvarpið geti komið til þriðju umræðu á Alþingi þann fimmtánda eða sextánda febrúar, samkvæmt upplýsingum frá Oddnýju Harðardóttur, formanni fjárlaganefndar. Nú fer í hönd svokölluð kjördæmavika þannig að ekkert verður unnið í málinu í næstu viku. „Það verður sennilega fundur á mánudaginn fjórtánda febrúar. Þá gerum við ráð fyrir að fjárlaganefndin komi saman og ræði það sem útaf stendur. Það eru umsagnir viðskiptanefndar og efnahags- og skattanefndar og breytingatillagan sem framsókn er með," segir Oddný í samtali við Vísi. Umsagnir þingnefndanna tveggja snúast öðrum þræði um það hvort hægt sé að finna leið til að fjármagna þann kostnað sem hugsanlega mun falla á ríkissjóð vegna Icesave samkomulagsins með greiðslum frá fjármálafyrirtækjum. „Það er verið að skoða hvort það sé möguleiki að koma því við annað hvort í gegnum lög um innstæðutryggingar eða með aukasköttum," segir Oddný. Oddný segir að það mál sem lúti að fjármögnun eftirstöðva Icesave skuldbindinganna sé eitthvað sem verði leyst hérna innanlands. „Þetta mál kemur ekki samskiptum okkar við Breta og Hollendinga við. Við getum gengið frá samningum við Breta og Hollendinga þó við vinnum áfram með þetta mál," segir Oddný í samtali við Vísi.
Tengdar fréttir Segir Sigmund Davíð snúa Icesave áhættu á hvolf Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins misskilji áhættuna af nýjum Icesave-samningi. Raunar snúi Sigmundur Davíð áhættunni á hvolf. 3. febrúar 2011 11:23 Viðskiptaráð hvetur Alþingi til þess að samþykkja Icesave Viðskiptaráð Íslands hvetur Alþingi til þess að samþykkja nýja Icesave-frumvarpið en áréttar jafnframt að með hvatningunni sé ráðið ekki að taka afstöðu hvort ríkissjóði beri skylda til þess að veita ríkisábyrgð á skuld Tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs Íslands. 3. febrúar 2011 12:22 Styrmir Gunnarsson: Meiriháttar pólitísk mistök þingflokksins „Það eru meiriháttar pólitísk mistök hjá meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins og forystu þess flokks að gera sér ekki grein fyrir þessu. Þess vegna er nú að rísa bylgja andstöðu innan flokksins vegna þessarar afstöðu meirihluta þingflokksins,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á vef Evrópuvaktarinnar, en hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, leggi fram tillögu á Alþingi, þar sem lagt yrði til að almenningur fái að kjósa um Icesave-frumvarpið, sem nefndarmenn fjárlaganefndar hafa mælst til að verði samþykkt. 3. febrúar 2011 14:10 Óvissa um stuðning fimm þingmanna Sjálfstæðisflokks Óvissa er um stuðning a.m.k fimm þingmanna Sjálfstæðisflokksins við nýja Icesave-samninginn og því skiptist þingflokkurinn í tvær fylkingar í afstöðu til hans en öll forysta flokksins styður nýjan samning. Tuttugu og níu félagsmenn hafa skráð sig úr Sjálfstæðisflokknum frá því í gær. 3. febrúar 2011 12:00 Icesave frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu Alþingi greiddi nú fyrir skömmu atkvæði um Icesave frumvarpið. Samþykkt var að beina frumvarpinu til þriðju og lokaumræðu á Alþingi sem fram fer nú síðar í mánuðinum. Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn ellefu, sex greiddu ekki atkvæði. 3. febrúar 2011 16:51 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Segir Sigmund Davíð snúa Icesave áhættu á hvolf Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins misskilji áhættuna af nýjum Icesave-samningi. Raunar snúi Sigmundur Davíð áhættunni á hvolf. 3. febrúar 2011 11:23
Viðskiptaráð hvetur Alþingi til þess að samþykkja Icesave Viðskiptaráð Íslands hvetur Alþingi til þess að samþykkja nýja Icesave-frumvarpið en áréttar jafnframt að með hvatningunni sé ráðið ekki að taka afstöðu hvort ríkissjóði beri skylda til þess að veita ríkisábyrgð á skuld Tryggingarsjóðs innstæðueigenda. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnar Viðskiptaráðs Íslands. 3. febrúar 2011 12:22
Styrmir Gunnarsson: Meiriháttar pólitísk mistök þingflokksins „Það eru meiriháttar pólitísk mistök hjá meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins og forystu þess flokks að gera sér ekki grein fyrir þessu. Þess vegna er nú að rísa bylgja andstöðu innan flokksins vegna þessarar afstöðu meirihluta þingflokksins,“ skrifar Styrmir Gunnarsson á vef Evrópuvaktarinnar, en hann vill að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins, leggi fram tillögu á Alþingi, þar sem lagt yrði til að almenningur fái að kjósa um Icesave-frumvarpið, sem nefndarmenn fjárlaganefndar hafa mælst til að verði samþykkt. 3. febrúar 2011 14:10
Óvissa um stuðning fimm þingmanna Sjálfstæðisflokks Óvissa er um stuðning a.m.k fimm þingmanna Sjálfstæðisflokksins við nýja Icesave-samninginn og því skiptist þingflokkurinn í tvær fylkingar í afstöðu til hans en öll forysta flokksins styður nýjan samning. Tuttugu og níu félagsmenn hafa skráð sig úr Sjálfstæðisflokknum frá því í gær. 3. febrúar 2011 12:00
Icesave frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu Alþingi greiddi nú fyrir skömmu atkvæði um Icesave frumvarpið. Samþykkt var að beina frumvarpinu til þriðju og lokaumræðu á Alþingi sem fram fer nú síðar í mánuðinum. Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn ellefu, sex greiddu ekki atkvæði. 3. febrúar 2011 16:51