Innlent

Icesave frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu

Alþingi greiddi nú fyrir skömmu atkvæði um Icesave frumvarpið. Samþykkt var að beina frumvarpinu til þriðju og lokaumræðu á Alþingi sem fram fer nú síðar í mánuðinum. Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn ellefu, sex greiddu ekki atkvæði.

Nokkrir þingmenn kusu að lýsa persónulegri afstöðu sinni til málsins. Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson í Framsóknarflokknum sátu hjá við atkvæðagreiðsluna og sögðust ekki ætla leggja stein í götu ríkisstjórnarinnar í þessu máli.

Nokkrir Sjálfstæðismenn sátu einnig hjá, þrátt fyrir stuðning flokksins við málið í fjárlaganefnd. Þar á meðal voru Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson en báðir sögðu þeir að skoðanir þeirra myndu koma í ljós í þriðju umræðu.

Hreyfingin var í heild sinni á móti málinu. Athygli vakti að Lilja Mósesdóttir var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×