Segir falsmynd dregna upp af stöðu ríkissjóðs Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. júlí 2011 15:05 Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins. „Þetta slær mig illa. Það eru nokkrar vikur síðan ríkisstjórnin gaf út þá yfirlýsingu að vegna góðrar stöðu ríkissjóðs væri hann í færum til að stórhækka bætur og styðja við gerð kjarasamninga með stórauknum útgjöldum," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins um nýjustu fréttir af ríkisreikningi fyrir síðasta ár. Fréttablaðið greindi frá því að halli á ríkisrekstri hafi numið 123 milljörðum króna. Það er 41 milljarði meira en gert var ráð fyrir. „Það er mikil falsmynd sem fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin dregur iðulega upp af stöðu ríkissjóðs og efnahagslífsins í landinu. Það er kominn tími til að horfast í augu við það að það gengur ekki að fara leið skattahækkana, Menn verða að taka ábyrgð líka á þeim stórkostlegu fjárhæðum sem ríkið hefur verið að verja til bjargar einstökum fjármálastofnununm og færa fyrir því rök að það sé skynsamlegt. En ekki í sífellu tala um hinn mikla árangur þegar hallinn er jafn gríðarlegur og raun ber vitni," segir Bjarni. Bjarni segir að fjölmargar fjármálastofnanir þurfi að skoða í samhengi við rekstur ríkisins. „Íbúðalánasjóður er nefndur til sögunnar vegna ársins 2010. Þingið kallaði eftir mun ítarlegri upplýsingum og greinargerð á því hvað þyrfti í raun og veru að koma Íbúðalánasjóði á réttan kjöl. Er búið að láta Íbúðalánasjóði í té það sem hann þarf eða eigum við eftir að þurfa að setja enn meira þegar fram líða stundir? Mig grunar að það vanti enn uppá. Hvert verður tap ríkissjóðs vegna framlagsins til Byrs og til Sparisjóðs Keflavíkur?" spyr Bjarni og segir að þarna séu tilfelli sem verði að skoða. Hann segir það þó vera enn meira áhyggjuefni hve rekstur ríkisins sé miklu seinni að taka við sér en að hafi verið stefnt. Íbúðalánasjóði verði ekki einum kennt um, enda sé halli ríkissjóðs um 90 milljarðar að honum undanskildum. „Ég er ekki að segja að það hefði verið hægt að reka ríkissjóð í fyrra, árið 2010 hallalaust. Ég er einfaldlega að segja að umsvifin í þjóðfélaginu þurfa að vaxa þannig að tekjur ríkisins aukist," segir Bjarni Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
„Þetta slær mig illa. Það eru nokkrar vikur síðan ríkisstjórnin gaf út þá yfirlýsingu að vegna góðrar stöðu ríkissjóðs væri hann í færum til að stórhækka bætur og styðja við gerð kjarasamninga með stórauknum útgjöldum," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins um nýjustu fréttir af ríkisreikningi fyrir síðasta ár. Fréttablaðið greindi frá því að halli á ríkisrekstri hafi numið 123 milljörðum króna. Það er 41 milljarði meira en gert var ráð fyrir. „Það er mikil falsmynd sem fjármálaráðherrann og ríkisstjórnin dregur iðulega upp af stöðu ríkissjóðs og efnahagslífsins í landinu. Það er kominn tími til að horfast í augu við það að það gengur ekki að fara leið skattahækkana, Menn verða að taka ábyrgð líka á þeim stórkostlegu fjárhæðum sem ríkið hefur verið að verja til bjargar einstökum fjármálastofnununm og færa fyrir því rök að það sé skynsamlegt. En ekki í sífellu tala um hinn mikla árangur þegar hallinn er jafn gríðarlegur og raun ber vitni," segir Bjarni. Bjarni segir að fjölmargar fjármálastofnanir þurfi að skoða í samhengi við rekstur ríkisins. „Íbúðalánasjóður er nefndur til sögunnar vegna ársins 2010. Þingið kallaði eftir mun ítarlegri upplýsingum og greinargerð á því hvað þyrfti í raun og veru að koma Íbúðalánasjóði á réttan kjöl. Er búið að láta Íbúðalánasjóði í té það sem hann þarf eða eigum við eftir að þurfa að setja enn meira þegar fram líða stundir? Mig grunar að það vanti enn uppá. Hvert verður tap ríkissjóðs vegna framlagsins til Byrs og til Sparisjóðs Keflavíkur?" spyr Bjarni og segir að þarna séu tilfelli sem verði að skoða. Hann segir það þó vera enn meira áhyggjuefni hve rekstur ríkisins sé miklu seinni að taka við sér en að hafi verið stefnt. Íbúðalánasjóði verði ekki einum kennt um, enda sé halli ríkissjóðs um 90 milljarðar að honum undanskildum. „Ég er ekki að segja að það hefði verið hægt að reka ríkissjóð í fyrra, árið 2010 hallalaust. Ég er einfaldlega að segja að umsvifin í þjóðfélaginu þurfa að vaxa þannig að tekjur ríkisins aukist," segir Bjarni
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent