Innlent

Enn stendur víðtæk leit yfir

GS skrifar
Fjöldi leitarmanna leitar að manninum.
Fjöldi leitarmanna leitar að manninum. mynd/ Landsbjörg
Víðtæk leit nokkur hundruð björgunarsveitarmanna að sænskum ferðamanni á Fimmvöruhálsi og á Eyjafjallajökli frá því í gærkvöldi hefur ekki enn borið árangur og spáð er versnandi veðri á leitarsvæðinu.

Maðurinn hringdi í neyðarlínuna um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi og sagðist hafa lagt upp frá Skógum í gær, en væri orðinn kaldur og hrakinn og auk þess villtur, og bað um hjálp. Síðan rofnaði sambandið við hann og hefur ekki heyrst til hans síðan. Auk björgunarmanna, sem þegar hófu leit, flaug þyrla Landhelgisgæslunnar austur, en skyggni var afleitt þannig að hún varð frá að hverfa, en flaug aftur til leitar klukan sex í morgun og hefur verið leitað án árangurs. Stöðugt hefur fjölgað í liði leitarmanna og eru þeri orðnir hátt í 300, ásamt fimm leitarhundum.

Aðstæður til leitar voru erfiðar í nótt, strekkings austanátt rigning og lágskýjað, en Svanur Sævar Lárusson í stjórnstöð leitarmanna er að meta stöðuna núna. Svanur Sævar Lárusson björgunarmaður segir að veðrið sé ágætt. Það gangi á með rigningarskúrum. Ágætis skyggni sé, en misjafnt þó. „Spáin er mjög ljót eftir hádegi. Það spáir kólnandi og úrkomu," segir Svanur í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×