Örlagastund í Jólastjörnuleit Björgvins Halldórssonar söngvara rennur upp í kvöld. Þá verður tilkynnt hver hinna fjölmörgu efnilegu söngvara sem sóttust eftir því að koma fram á jólatónleikum hans. Þegar jólastjörnuleitin fór í gang sendu 400 efnilegir söngvarar inn myndskeið af sér á Vísi og af þeim voru fimmtán valin í prufur.
Myndbönd úr prufunum voru svo birt hér á Vísi og er skemmst frá því að segja að þau hafa fengið ótrúleg viðbrögð. Í gær höfðu þau verið skoðuð samtals 180 þúsund sinnum.
Í meðfylgjandi myndskeiði sjást þátttakendur spreyta sig á lagi sem er íslensk útgáfa af laginu Ben. Lagið var upphaflega flutt af poppkónginum Michael Jackson.
Valið á Jólastjörnunni fer fram í Íslandi í dag strax að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. Við minnum á að einnig er hægt að horfa á þennan spennandi þátt í beinni útsendingu hér á Vísi.
Þeir sem vilja hita upp geta síðan horft á myndböndin af þátttakendum á Sjónvarpssíðu Vísis en þau er að finna undir flokknum Ísland í dag.
Innlent