Óvæntur stormur og eldingum laust niður 12. apríl 2011 07:00 Fallið tré Veðurhamurinn á sunnudag náði að fella þetta gamla grenitré í Fossvoginum í Reykjavík til jarðar. Sjálfur mun garðeigandinn einmitt nýlega hafa grisjað hávaxin tré á lóðinni og ætlað greninu að standa. Fréttablaðið/Anton „Þetta er svolítið vetrarlegt,“ viðurkennir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, spurður um harðar sviptingar í veðrinu síðustu daga. Þorsteinn segir að kalt loft í háloftunum hafi valdið illviðrinu, geysilegu hvassviðri á sunnudag og éljaveðri með eldingum í kjölfarið. „Loftið varð óstöðugt og það mynduðust háreistir skúrabakkar. Í þeim eru alltaf líkur á að myndist eldingar,“ segir Þorsteinn. Eldingaveðrið gekk með hagli yfir sunnanvert landið frá vestri til austurs frá því seint í fyrrinótt og fram eftir degi í gær. Draga tók úr eldingavirkninni upp úr hádeginu. Mikla hvellinn sem setti ferðaplön úr skorðum um allt land á sunnudag og olli ýmsum skemmdum og óhöppum segir Þorsteinn hafa komið dálítið í opna skjöldu. Í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi fór vindhraðinn upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. „Þetta var ótrúlega slæmt veður. Það var kröpp lægð sem kom nálægt landinu sem olli þessu hvassviðri. Ef lægðin hefði farið aðeins nokkrum tugum kílómetra vestar og fjær landinu þá hefði þetta ekki orðið svona slæmt,“ útskýrir veðurfræðingurinn. Áfram er spáð suðvestan éljaveðri í dag en á morgun segir Þorsteinn að búist sé við suðlægari átt með rigningu og allhvössum vindi. Meðal þeirra sem lentu í vandræðum vegna veðurhamsins voru níu manns á sextíu feta skútu sem siglt hafði verið frá Ísafirði í skoðunarferð norður undir Jan Mayen. Þegar skútunni var siglt inn Skjálfanda í fyrrinótt á leið til Húsavíkur reyndist mótvindurinn svo mikill að áhöfnin óskaði aðstoðar úr landi. Fjórir menn fóru þá á hvalaskoðunarskipinu Knerrinum og drógu skútuna áleiðis til hafnar. Þegar þangað kom hugðist áhöfn skútunnar sigla henni fyrir eigin vélarafli síðasta spölinn en ekki vildi betur til en svo að dráttartaugin flæktist í skrúfu skútunnar. „Þá strekktist á tauginni með þeim afleiðingum að hún kippti einum manni af Knerrinum fyrir borð. Annar sem var með fótinn í lykkju á tauginni ökklabrotnaði,“ segir Sigurður Brynjólfsson yfirlögregluþjónn. „Þeir sem eftir voru náðu síðan að hífa manninn um borð á dráttartauginni. Hinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gerð var aðgerð á fætinum á honum.“ Við það að fá reipið í skrúfuna misstu skipverjar á skútunni stjórn á henni svo hana rak umsvifalaust upp í sandfjöru við höfnina. Þaðan var hún síðan dregin óskemmd að sögn yfirlögregluþjónsins. gar@frettabladid.is Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Þetta er svolítið vetrarlegt,“ viðurkennir Þorsteinn Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, spurður um harðar sviptingar í veðrinu síðustu daga. Þorsteinn segir að kalt loft í háloftunum hafi valdið illviðrinu, geysilegu hvassviðri á sunnudag og éljaveðri með eldingum í kjölfarið. „Loftið varð óstöðugt og það mynduðust háreistir skúrabakkar. Í þeim eru alltaf líkur á að myndist eldingar,“ segir Þorsteinn. Eldingaveðrið gekk með hagli yfir sunnanvert landið frá vestri til austurs frá því seint í fyrrinótt og fram eftir degi í gær. Draga tók úr eldingavirkninni upp úr hádeginu. Mikla hvellinn sem setti ferðaplön úr skorðum um allt land á sunnudag og olli ýmsum skemmdum og óhöppum segir Þorsteinn hafa komið dálítið í opna skjöldu. Í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi fór vindhraðinn upp í 50 metra á sekúndu í hviðum. „Þetta var ótrúlega slæmt veður. Það var kröpp lægð sem kom nálægt landinu sem olli þessu hvassviðri. Ef lægðin hefði farið aðeins nokkrum tugum kílómetra vestar og fjær landinu þá hefði þetta ekki orðið svona slæmt,“ útskýrir veðurfræðingurinn. Áfram er spáð suðvestan éljaveðri í dag en á morgun segir Þorsteinn að búist sé við suðlægari átt með rigningu og allhvössum vindi. Meðal þeirra sem lentu í vandræðum vegna veðurhamsins voru níu manns á sextíu feta skútu sem siglt hafði verið frá Ísafirði í skoðunarferð norður undir Jan Mayen. Þegar skútunni var siglt inn Skjálfanda í fyrrinótt á leið til Húsavíkur reyndist mótvindurinn svo mikill að áhöfnin óskaði aðstoðar úr landi. Fjórir menn fóru þá á hvalaskoðunarskipinu Knerrinum og drógu skútuna áleiðis til hafnar. Þegar þangað kom hugðist áhöfn skútunnar sigla henni fyrir eigin vélarafli síðasta spölinn en ekki vildi betur til en svo að dráttartaugin flæktist í skrúfu skútunnar. „Þá strekktist á tauginni með þeim afleiðingum að hún kippti einum manni af Knerrinum fyrir borð. Annar sem var með fótinn í lykkju á tauginni ökklabrotnaði,“ segir Sigurður Brynjólfsson yfirlögregluþjónn. „Þeir sem eftir voru náðu síðan að hífa manninn um borð á dráttartauginni. Hinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem gerð var aðgerð á fætinum á honum.“ Við það að fá reipið í skrúfuna misstu skipverjar á skútunni stjórn á henni svo hana rak umsvifalaust upp í sandfjöru við höfnina. Þaðan var hún síðan dregin óskemmd að sögn yfirlögregluþjónsins. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira