Bikarinn að nálgast vesturbæinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. september 2011 06:00 Baldur Sigurðsson og Bjarni Guðjónsson léku vel á miðjunni hjá KR. Baldur skoraði tvö mörk og Bjarni átti tvær stoðsendingar. Mynd/Valli KR er komið með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar liðið vann nauman 3-2 sigur á Keflavík í frestuðum leik úr 13. umferð deildarinnar í gær. Varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson var búinn að vera á vellinum í aðeins tíu mínútur er hann skoraði sigurmark KR í uppbótartíma með skalla eftir hornspyrnu. KR mætir Fylki á heimavelli sínum á sunnudaginn og getur með sigri nánast tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í ár. KR verður þó að stóla á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að svo verði. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir í gær með marki eftir aðeins 47 sekúndur en sú forysta átti eftir að duga skammt. Baldur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, skoraði tvívegis og kom KR-ingum sanngjarnt yfir en gestirnir úr Reykjavík höfðu lengst af talsverða yfirburði í leiknum. Keflvíkingar sóttu þó í sig veðrið á lokamínútunum eins og baráttuglöðum Suðurnesjamönnum einum er lagið. Annar ungur Keflvíkingur, Magnús Þórir Matthíasson, var þar að verki eftir sjaldséð mistök Hannesar Þórs Halldórssonar í marki KR. En þá var komið að þætti Arons Bjarka sem skoraði með skalla eftir hnitmiðaða hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á þriðju mínútu uppbótartímans og kom hann þar með sínum mönnum í ansi þægilega stöðu í titilbarátunni.Mynd/Valli„Það þurfti einhver að gera þetta fyrir okkur og ég er ánægður með að það hafi verið ég," sagði Aron Bjarki eftir leikinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að sigurinn hafi verið sanngjarn. „Við áttum skilið að fá þrjú stig úr þessum leik. En ég var alltaf að bíða eftir þriðja markinu þegar við vorum 2-1 yfir. Það kom ekki og Keflvíkingar gerðu sitt vel – þeir ýttu liðinu sínu fram og uppskáru jöfnunarmark. En við vildum ná í öll stigin og sem betur fer náðum við einu marki til viðbótar." Hann var ánægður með spilamennsku sinna manna. „Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við vorum í lægð fyrir nokkrum vikum en liðið er í mun betra standi í dag. Við þurfum nú fjögur stig til viðbótar til að vinna titilinn og ætlum við ekki að treysta á neina aðra en okkur sjálfa."Mynd/ValliWillum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, neitar því ekki að það hafi verið sárt að sjá KR-inga skora sigurmark leiksins. „Einn punktur hefði verið mjög góður fyrir okkur. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem við þurfum að kyngja svona örlagamörkum," sagði hann. „Það hefur einkennt okkur í sumar að við erum alltaf líklegir, svo lengi sem okkar menn gefast aldrei upp rétt eins og í dag. En því miður þurftum við að taka enn eitt höggið á okkur." Skömmu fyrir jöfnunarmark Keflavíkur var Willum duglegur að öskra sína menn áfram. „Mér fannst slokkna á ákveðnum mönnum sem eru alltaf líklegir og geta breytt leikjum. Það eina sem við á hliðarlínunni getum er að reyna að kveikja í mönnum og ég vissi að þeir ættu mikið inni. Aron Bjarki tók þátt í upphitun með byrjunarliðsmönnum KR og hélt sér heitum allar 83 mínúturnar áður en hann kom inn á. „Skúli Jón var tæpur fyrir leikinn og því þurfti ég bara að vera klár. Það er bara í fínu lagi, sérstaklega þar sem þetta gekk svona vel. Nú þurfum við að klára Fylki á sunnudaginn og þá getum við kannski fagnað aðeins meira." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
KR er komið með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar liðið vann nauman 3-2 sigur á Keflavík í frestuðum leik úr 13. umferð deildarinnar í gær. Varnarmaðurinn Aron Bjarki Jósepsson var búinn að vera á vellinum í aðeins tíu mínútur er hann skoraði sigurmark KR í uppbótartíma með skalla eftir hornspyrnu. KR mætir Fylki á heimavelli sínum á sunnudaginn og getur með sigri nánast tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í ár. KR verður þó að stóla á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum til að svo verði. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir í gær með marki eftir aðeins 47 sekúndur en sú forysta átti eftir að duga skammt. Baldur Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, skoraði tvívegis og kom KR-ingum sanngjarnt yfir en gestirnir úr Reykjavík höfðu lengst af talsverða yfirburði í leiknum. Keflvíkingar sóttu þó í sig veðrið á lokamínútunum eins og baráttuglöðum Suðurnesjamönnum einum er lagið. Annar ungur Keflvíkingur, Magnús Þórir Matthíasson, var þar að verki eftir sjaldséð mistök Hannesar Þórs Halldórssonar í marki KR. En þá var komið að þætti Arons Bjarka sem skoraði með skalla eftir hnitmiðaða hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á þriðju mínútu uppbótartímans og kom hann þar með sínum mönnum í ansi þægilega stöðu í titilbarátunni.Mynd/Valli„Það þurfti einhver að gera þetta fyrir okkur og ég er ánægður með að það hafi verið ég," sagði Aron Bjarki eftir leikinn. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að sigurinn hafi verið sanngjarn. „Við áttum skilið að fá þrjú stig úr þessum leik. En ég var alltaf að bíða eftir þriðja markinu þegar við vorum 2-1 yfir. Það kom ekki og Keflvíkingar gerðu sitt vel – þeir ýttu liðinu sínu fram og uppskáru jöfnunarmark. En við vildum ná í öll stigin og sem betur fer náðum við einu marki til viðbótar." Hann var ánægður með spilamennsku sinna manna. „Það hefur verið stígandi í okkar leik. Við vorum í lægð fyrir nokkrum vikum en liðið er í mun betra standi í dag. Við þurfum nú fjögur stig til viðbótar til að vinna titilinn og ætlum við ekki að treysta á neina aðra en okkur sjálfa."Mynd/ValliWillum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, neitar því ekki að það hafi verið sárt að sjá KR-inga skora sigurmark leiksins. „Einn punktur hefði verið mjög góður fyrir okkur. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem við þurfum að kyngja svona örlagamörkum," sagði hann. „Það hefur einkennt okkur í sumar að við erum alltaf líklegir, svo lengi sem okkar menn gefast aldrei upp rétt eins og í dag. En því miður þurftum við að taka enn eitt höggið á okkur." Skömmu fyrir jöfnunarmark Keflavíkur var Willum duglegur að öskra sína menn áfram. „Mér fannst slokkna á ákveðnum mönnum sem eru alltaf líklegir og geta breytt leikjum. Það eina sem við á hliðarlínunni getum er að reyna að kveikja í mönnum og ég vissi að þeir ættu mikið inni. Aron Bjarki tók þátt í upphitun með byrjunarliðsmönnum KR og hélt sér heitum allar 83 mínúturnar áður en hann kom inn á. „Skúli Jón var tæpur fyrir leikinn og því þurfti ég bara að vera klár. Það er bara í fínu lagi, sérstaklega þar sem þetta gekk svona vel. Nú þurfum við að klára Fylki á sunnudaginn og þá getum við kannski fagnað aðeins meira."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira