Innlent

Sex ellefur sama daginn

Dagurinn í dag, eða þrisvar sinnum ellefu dagurinn, eins og hann er kallaður víða um heim, er mörgum tilefni til að gera eitthvað óvenjulegt, eða þá að fólk upplifir hann sem einhver tímamót.

Margar verðandi mæður vilja fæða í dag og þannig hefur fjöldi kvenna í Suður Kóreu óskað eftir keisaraskurði í dag. 

Í smábæ í Bretlandi verða fleiri hjónavígslur í dag en að meðaltali á heilu ári og víða um heim ætlar fólk að ganga í það heilaga í dag.

En líklega eiga íslensk hjón met í ellefum í dag,  því klukkan ellefu ellelfu fyrir hádegi, þennan ellefta ellefta árið 2011, ætla þau  að halda upp á 11 ára brúðkaupsafmæli sitt, sem sagt sex ellefur hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×