Innlent

Segja að nýr spítali spari þrjá milljarða

Í nýrri skýrslu sem unnin hefur verið fyrir Landspítalann kemur fram að bygging nýs spítala á Hringbraut muni spara hátt í þrjá milljarða króna í rekstri árlega. Norska ráðgjafafyrirtækið Hospitalitet as vann skýrsluna en þar voru bornir saman tveir valkostir, að halda áfram núverandi rekstri í Fossvogi, við Hringbraut og víðar, eða að byggja einn stóran spítala við Hringbraut. Í heild sýna útreikningarnir að 2,6 milljarðar sparast árlega. Jafnframt sýna núvirðisreikningar á kostnaði og sparnaði til næstu 40 ára að mun hagkvæmara sé að byggja við Hringbraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×