Innlent

Að minnsta kosti fjögur börn með kennitöluna 11.11.11.

Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Alls hafa fjögur börn fæðst í dag á fæðingardeild Landspítalans en kennitölur barnanna munu því byrja á 11.11.11.

Það var morgunútvarp RÚV sem ræddi við Hrafnhildi Ólafsdóttur, ljósmóður á fæðingardeild 23A. Hún upplýsti útvarpsmenn um að þrjú börn hefðu fæðst á fæðingardeildinni nú í nótt, en eitt barn fæddist í Hreiðrinu svokallaða.

„Þannig það eru komin fjögur. Svo eru einhver á leiðinni," bætti Hrafnhildur við í viðtali við Morgunútvarpið.

Aðeins fyrstu tólf ár hverrar aldar bjóða upp á talnarunur eins og 11.11.11. Næst verður það 12.12.12. En svo þarf að bíða til 1. janúar 2101.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×