Innlent

Leita fram á nótt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitamenn fara yfir stöðu mála við Sólheimajökul.
Björgunarsveitamenn fara yfir stöðu mála við Sólheimajökul. mynd/ Guðbrandur Örn Arnarsson.
Tæplega 200 manns hafa verið við leit á Sólheimajökli í dag, þar af um 50-60 á jöklinum sjálfum. Áhersla er lögð á að fínkemba jökulinn og svæðið í kringum hann og er það verk langt komið. Einhverjar vísbendingar hafa fundist, meðal annars spor og hanski, og verið er að vinna úr þeim. Þær gefa þó ekki tilefni til að breyta stefnu leitarinnar.

Aðstandandi hins týnda kom í Samhæfingarstöðina í Skógarhlíð í morgun og fór svo austur og var upplýstur um aðstæður og fór á jökul. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur lokið leitarflugi í dag en verður aftur til reiðu á morgun.

Ráðgert er að leita fram á kvöld eða nótt, en dregið verður úr þunga leitarinnar yfir hánóttina svo björgunarsveitafólk fái nauðsynlega hvíld. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg er svo gert ráð fyrir að halda leit áfram á morgun að fullum krafti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×