Tryggvi: Ég var ekki til sóma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2011 11:10 Tryggvi Guðmundsson í leik með ÍBV fyrr í sumar. Mynd/Anton Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, vill ekki staðfesta að bekkjarseta hans í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær hafi tengst agabanni. Hann segist þó ekki hafa verið til sóma, eins og hann orðaði það sjálfur. Tryggvi tjáir sig einnig um „tilfinningarík" fagnaðarlæti hans eftir markið sem hann skoraði í leiknum en þar með jafnaði hann markamet Inga Björns Albertssonar með sínu 126. marki í efstu deild frá upphafi. Tryggvi var heldur óvænt á bekknum í gær eftir að hafa tekið út leikbann gegn Þór um síðustu helgi, rétt eins og Finnur Ólafsson. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að tefla fram sama byrjunarliði í leiknum í gær og voru því þeir Tryggvi og Finnur á bekknum. Svo fór að ÍBV tapaði leiknum, 3-2, en Tryggvi skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Þrálátur orðrómur hefur verið að það hafi tengst agabanni. „Ég get sagt að ég var ekki til sóma. Þetta var því skiljanleg ákvörðun hjá Heimi og mér finnst dapurlegt hvað hann fær mikinn skít út af henni," sagði Tryggvi. „Heimir er alltaf að hugsa um liðið fyrst og fremst." „En ég var ekki til sóma og vil ég ekki fara nánar út í það."Samkomulag á milli mín og Heimis Hann segist þó hafa verið tilbúinn að spila leikinn en að endanum hafi þetta verið samkomulag milli síns og Heimis að hann byrjaði á bekknum. „Ég og Heimir vorum sammála um það og þetta var líka í ljósi þess að liðið stóð sig vel í síðasta leik. Við vorum líka að hugsa um leikinn gegn KR á sunnudaginn. Ég er 37 ára og gervigrasið er hart og vill oft fara illa í líkamann. Þetta var því sambland af mörgum hlutum." „Af einhverjum ástæðum vill svona dramatík fylgja mér. Finnur Ólafsson var líka á bekknum og hefur verið minna minnst á hann. Það finnst mér ósanngjarnt því að Finnur er jafn góður leikmaður og ég - ef ekki betri."Tilfinningarík stund Þegar að Tryggvi skoraði markið sitt og jafnaði þar með markametið fræga fagnaði hann markinu vel og innilega, en á óvenjulegan máta. „Þetta var tilfinningaríkt. Ég kom inn á og mig langaði til að breyta gangi leiksins en Kiddi Jak (Kristinn Jakobsson, dómari) kom í veg fyrir það. Svo skoraði ég og þá bankaði ég bara á kassann minn og á ÍBV-merkið og beindi því til TG9-klúbbsins upp í stúku." En Tryggvi benti einnig upp í stúku og viðurkennir að hann hafi verið að bregðast við glósum frá stuðningsmönnum Stjörnunnar. „Þegar ég var að hita upp í fyrri hálfleik sagði einhver að ég myndi aldrei skora ef ég kæmi inn á. Svo eftir markið byrjuðu einhver læti hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar og benti ég bara á þá." „Meira var það ekki. Ég veit ekki af hverju ég benti á þá - þetta er bara eitthvað sem gerist," sagði hann í léttum dúr. „Ég átta mig ekki á því af hverju menn fá skítkast fyrir að skora mörk en ég á að vera vanur því - ég fæ skítkast í hverjum einasta leik." „En ég tek það fram að þetta kom örugglega frá einhverjum litlum hópi stuðningsmanna Stjörnunnar. Þeir eru sjálfsagt flestir öðlingar." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, vill ekki staðfesta að bekkjarseta hans í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær hafi tengst agabanni. Hann segist þó ekki hafa verið til sóma, eins og hann orðaði það sjálfur. Tryggvi tjáir sig einnig um „tilfinningarík" fagnaðarlæti hans eftir markið sem hann skoraði í leiknum en þar með jafnaði hann markamet Inga Björns Albertssonar með sínu 126. marki í efstu deild frá upphafi. Tryggvi var heldur óvænt á bekknum í gær eftir að hafa tekið út leikbann gegn Þór um síðustu helgi, rétt eins og Finnur Ólafsson. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að tefla fram sama byrjunarliði í leiknum í gær og voru því þeir Tryggvi og Finnur á bekknum. Svo fór að ÍBV tapaði leiknum, 3-2, en Tryggvi skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Þrálátur orðrómur hefur verið að það hafi tengst agabanni. „Ég get sagt að ég var ekki til sóma. Þetta var því skiljanleg ákvörðun hjá Heimi og mér finnst dapurlegt hvað hann fær mikinn skít út af henni," sagði Tryggvi. „Heimir er alltaf að hugsa um liðið fyrst og fremst." „En ég var ekki til sóma og vil ég ekki fara nánar út í það."Samkomulag á milli mín og Heimis Hann segist þó hafa verið tilbúinn að spila leikinn en að endanum hafi þetta verið samkomulag milli síns og Heimis að hann byrjaði á bekknum. „Ég og Heimir vorum sammála um það og þetta var líka í ljósi þess að liðið stóð sig vel í síðasta leik. Við vorum líka að hugsa um leikinn gegn KR á sunnudaginn. Ég er 37 ára og gervigrasið er hart og vill oft fara illa í líkamann. Þetta var því sambland af mörgum hlutum." „Af einhverjum ástæðum vill svona dramatík fylgja mér. Finnur Ólafsson var líka á bekknum og hefur verið minna minnst á hann. Það finnst mér ósanngjarnt því að Finnur er jafn góður leikmaður og ég - ef ekki betri."Tilfinningarík stund Þegar að Tryggvi skoraði markið sitt og jafnaði þar með markametið fræga fagnaði hann markinu vel og innilega, en á óvenjulegan máta. „Þetta var tilfinningaríkt. Ég kom inn á og mig langaði til að breyta gangi leiksins en Kiddi Jak (Kristinn Jakobsson, dómari) kom í veg fyrir það. Svo skoraði ég og þá bankaði ég bara á kassann minn og á ÍBV-merkið og beindi því til TG9-klúbbsins upp í stúku." En Tryggvi benti einnig upp í stúku og viðurkennir að hann hafi verið að bregðast við glósum frá stuðningsmönnum Stjörnunnar. „Þegar ég var að hita upp í fyrri hálfleik sagði einhver að ég myndi aldrei skora ef ég kæmi inn á. Svo eftir markið byrjuðu einhver læti hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar og benti ég bara á þá." „Meira var það ekki. Ég veit ekki af hverju ég benti á þá - þetta er bara eitthvað sem gerist," sagði hann í léttum dúr. „Ég átta mig ekki á því af hverju menn fá skítkast fyrir að skora mörk en ég á að vera vanur því - ég fæ skítkast í hverjum einasta leik." „En ég tek það fram að þetta kom örugglega frá einhverjum litlum hópi stuðningsmanna Stjörnunnar. Þeir eru sjálfsagt flestir öðlingar."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira