Tryggvi: Ég var ekki til sóma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. september 2011 11:10 Tryggvi Guðmundsson í leik með ÍBV fyrr í sumar. Mynd/Anton Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, vill ekki staðfesta að bekkjarseta hans í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær hafi tengst agabanni. Hann segist þó ekki hafa verið til sóma, eins og hann orðaði það sjálfur. Tryggvi tjáir sig einnig um „tilfinningarík" fagnaðarlæti hans eftir markið sem hann skoraði í leiknum en þar með jafnaði hann markamet Inga Björns Albertssonar með sínu 126. marki í efstu deild frá upphafi. Tryggvi var heldur óvænt á bekknum í gær eftir að hafa tekið út leikbann gegn Þór um síðustu helgi, rétt eins og Finnur Ólafsson. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að tefla fram sama byrjunarliði í leiknum í gær og voru því þeir Tryggvi og Finnur á bekknum. Svo fór að ÍBV tapaði leiknum, 3-2, en Tryggvi skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Þrálátur orðrómur hefur verið að það hafi tengst agabanni. „Ég get sagt að ég var ekki til sóma. Þetta var því skiljanleg ákvörðun hjá Heimi og mér finnst dapurlegt hvað hann fær mikinn skít út af henni," sagði Tryggvi. „Heimir er alltaf að hugsa um liðið fyrst og fremst." „En ég var ekki til sóma og vil ég ekki fara nánar út í það."Samkomulag á milli mín og Heimis Hann segist þó hafa verið tilbúinn að spila leikinn en að endanum hafi þetta verið samkomulag milli síns og Heimis að hann byrjaði á bekknum. „Ég og Heimir vorum sammála um það og þetta var líka í ljósi þess að liðið stóð sig vel í síðasta leik. Við vorum líka að hugsa um leikinn gegn KR á sunnudaginn. Ég er 37 ára og gervigrasið er hart og vill oft fara illa í líkamann. Þetta var því sambland af mörgum hlutum." „Af einhverjum ástæðum vill svona dramatík fylgja mér. Finnur Ólafsson var líka á bekknum og hefur verið minna minnst á hann. Það finnst mér ósanngjarnt því að Finnur er jafn góður leikmaður og ég - ef ekki betri."Tilfinningarík stund Þegar að Tryggvi skoraði markið sitt og jafnaði þar með markametið fræga fagnaði hann markinu vel og innilega, en á óvenjulegan máta. „Þetta var tilfinningaríkt. Ég kom inn á og mig langaði til að breyta gangi leiksins en Kiddi Jak (Kristinn Jakobsson, dómari) kom í veg fyrir það. Svo skoraði ég og þá bankaði ég bara á kassann minn og á ÍBV-merkið og beindi því til TG9-klúbbsins upp í stúku." En Tryggvi benti einnig upp í stúku og viðurkennir að hann hafi verið að bregðast við glósum frá stuðningsmönnum Stjörnunnar. „Þegar ég var að hita upp í fyrri hálfleik sagði einhver að ég myndi aldrei skora ef ég kæmi inn á. Svo eftir markið byrjuðu einhver læti hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar og benti ég bara á þá." „Meira var það ekki. Ég veit ekki af hverju ég benti á þá - þetta er bara eitthvað sem gerist," sagði hann í léttum dúr. „Ég átta mig ekki á því af hverju menn fá skítkast fyrir að skora mörk en ég á að vera vanur því - ég fæ skítkast í hverjum einasta leik." „En ég tek það fram að þetta kom örugglega frá einhverjum litlum hópi stuðningsmanna Stjörnunnar. Þeir eru sjálfsagt flestir öðlingar." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, vill ekki staðfesta að bekkjarseta hans í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær hafi tengst agabanni. Hann segist þó ekki hafa verið til sóma, eins og hann orðaði það sjálfur. Tryggvi tjáir sig einnig um „tilfinningarík" fagnaðarlæti hans eftir markið sem hann skoraði í leiknum en þar með jafnaði hann markamet Inga Björns Albertssonar með sínu 126. marki í efstu deild frá upphafi. Tryggvi var heldur óvænt á bekknum í gær eftir að hafa tekið út leikbann gegn Þór um síðustu helgi, rétt eins og Finnur Ólafsson. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, ákvað að tefla fram sama byrjunarliði í leiknum í gær og voru því þeir Tryggvi og Finnur á bekknum. Svo fór að ÍBV tapaði leiknum, 3-2, en Tryggvi skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Þrálátur orðrómur hefur verið að það hafi tengst agabanni. „Ég get sagt að ég var ekki til sóma. Þetta var því skiljanleg ákvörðun hjá Heimi og mér finnst dapurlegt hvað hann fær mikinn skít út af henni," sagði Tryggvi. „Heimir er alltaf að hugsa um liðið fyrst og fremst." „En ég var ekki til sóma og vil ég ekki fara nánar út í það."Samkomulag á milli mín og Heimis Hann segist þó hafa verið tilbúinn að spila leikinn en að endanum hafi þetta verið samkomulag milli síns og Heimis að hann byrjaði á bekknum. „Ég og Heimir vorum sammála um það og þetta var líka í ljósi þess að liðið stóð sig vel í síðasta leik. Við vorum líka að hugsa um leikinn gegn KR á sunnudaginn. Ég er 37 ára og gervigrasið er hart og vill oft fara illa í líkamann. Þetta var því sambland af mörgum hlutum." „Af einhverjum ástæðum vill svona dramatík fylgja mér. Finnur Ólafsson var líka á bekknum og hefur verið minna minnst á hann. Það finnst mér ósanngjarnt því að Finnur er jafn góður leikmaður og ég - ef ekki betri."Tilfinningarík stund Þegar að Tryggvi skoraði markið sitt og jafnaði þar með markametið fræga fagnaði hann markinu vel og innilega, en á óvenjulegan máta. „Þetta var tilfinningaríkt. Ég kom inn á og mig langaði til að breyta gangi leiksins en Kiddi Jak (Kristinn Jakobsson, dómari) kom í veg fyrir það. Svo skoraði ég og þá bankaði ég bara á kassann minn og á ÍBV-merkið og beindi því til TG9-klúbbsins upp í stúku." En Tryggvi benti einnig upp í stúku og viðurkennir að hann hafi verið að bregðast við glósum frá stuðningsmönnum Stjörnunnar. „Þegar ég var að hita upp í fyrri hálfleik sagði einhver að ég myndi aldrei skora ef ég kæmi inn á. Svo eftir markið byrjuðu einhver læti hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar og benti ég bara á þá." „Meira var það ekki. Ég veit ekki af hverju ég benti á þá - þetta er bara eitthvað sem gerist," sagði hann í léttum dúr. „Ég átta mig ekki á því af hverju menn fá skítkast fyrir að skora mörk en ég á að vera vanur því - ég fæ skítkast í hverjum einasta leik." „En ég tek það fram að þetta kom örugglega frá einhverjum litlum hópi stuðningsmanna Stjörnunnar. Þeir eru sjálfsagt flestir öðlingar."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti