Innlent

,,Ég hef séð svona klapp fyrir hrun"

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni í Valhöll í dag
Bjarni í Valhöll í dag Mynd/Pjetur

Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, var klappað lof í lófa eftir að hann hélt ræðu sína í Valhöll í dag.

Ekki voru þó allir jafn ánægðir „Ég hef séð svona klapp fyrir hrun" sagði Viðar Gudjohnsen einn fundargesta í Valhöll. Hann benti á að Indefence legðist gegn samningnum, landsfundur lagðist gegn samningum við Breta og þjóðin hefði sagt nei. Viðar spurði hvort ekki ætti að leyfa fólki að vega og meta mál Bjarna í dag.

Bjarni sagði að ákvörðun hans í Icesave gengi ekki gegn ákvörðun landsfundar. Samningurinn sem nú lægi fyrir hefði ekki legið fyrir þegar landsfundur var síðast haldinn.












Tengdar fréttir

Komumst ekki undan tugmilljarða skuldbindingum

Íslenska þjóðin getur ekki komist undan tugmilljarða skuldbindingum í Icesave málinu, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fjölmennum fundi í Valhöll í dag. Hann sagði að sú niðurstaða sem nú hefði fengist í samningaferlinu væri ekki fengin með hótunum Breta og Hollendinga gagnvart Íslendingum. Þær hafi vissulega verið hafðar uppi á fyrri stigum málsins, til dæmis með hryðjuverkalögum sem sett voru á Ísland og innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þegar leið að endurskoðun efnahagsáælun Íslands.

Samningurinn ekki nógu góður

Krafan um að Icesavesamningurinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu virðist njóta æ meira fylgis í þingliði Sjálfstæðisflokksins. Formaður flokksins segist ekki hafa útilokað þann möguleika, en hann hefur boðað til fundar um málið í Valhöll í dag. Búist er við fjölmennum fundi en afar skiptar skoðanir eru um málið innan flokksins.

Húsfyllir í Valhöll þegar Bjarni útskýrir ákvörðun sína

Gríðarlegur fjöldi fólks er samankominn í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, þar sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, ætlar að gera grein fyrir ákvörðun sinni og hluta þingflokksins um að styðja Icesave frumvarpið sem liggur fyrir þinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×