Innlent

Húsfyllir í Valhöll þegar Bjarni útskýrir ákvörðun sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsfyllir er í Valhöll.
Húsfyllir er í Valhöll.
Gríðarlegur fjöldi fólks er samankominn í Valhöll, húsnæði Sjálfstæðisflokksins, þar sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, ætlar að gera grein fyrir ákvörðun sinni og hluta þingflokksins um að styðja Icesave frumvarpið sem liggur fyrir þinginu.

Ákvörðunin er gríðarlega umdeild enda sátu sex þingmenn hjá þegar að frumvarpið var afgreitt við aðra umræðu í þinginu. Einn þingmaður, Unnur Brá Konráðsdóttir, greiddi atkvæði gegn því. Þá hafa fjölmargir aðilar innan Sjálfstæðisflokksins mótmælt ákvörðuninni.

Á fundinn í Valhöll eru meðal annars mættir Geir Haarde, fyrrverandi formaður, Friðrik Sophusson fyrrverandi ráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Á fundinum er einnig Lárus Blöndal, sem var fulltrúi stjórnarandstöðuflokkanna, í Icesave samninganefndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×