Fréttir vikunnar: Fjölmenn Bieber-ganga og aldraður ökuþór 11. september 2011 21:00 Vikan hófst með fréttum af ökumanni sem velti bifreið sinni á Hafnarfjarðarvegi. Í ljós kom að ökumenn höfðu att kappi á götum úti með fyrrgreindum afleiðingum. Daginn eftir kom svo í ljós að ökumaðurinn sem velti bílnum hafði verið 67 ára gamall. Ökuþórinn var meðal annars með göngugrind í bílnum. Málið var hið sorglegasta, ekki síst vegna þess að hundur sem var farþegi í bílnum drapst þegar bíllinn valt. Þá greindi Vísir frá mikilli skjálftavirkni við Goðabungu í Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands þá hafa yfir 800 skjálftar mælst á svæðinu en til samanburðar mældust um 300 skjálftar á sama svæði fyrir ári síðan. Svo virðist sem skjálftavirkni hafi stóraukist eftir hlaupið í Múlakvísl en þrjú hundruð skjálftar mældust aðeins í síðustu viku. Að sögn sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands er ekki meiri hætta á eldgosi í Kötlu, frekar en áður Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, flaug svo yfir Kötlu ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum. Hann sagði að greinileg aukning væri í jarðhita undir jöklinum og að Katla sýndi ýmis merki sem túlka megi sem langtíma undanfara eldgoss. Það var svo mikið fjör í miðbænum í gær. Fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, gengu fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Forsvarsmenn göngunnar voru unglingsstúlkur á aldrinum 13 til 15 ára. Meðal þeirra er Þóra Silja Hallsdóttir. Vísir tók viðtal við hana í miðri göngunni og átti fréttamaður í stökustu vandræðum með að heyra í henni fyrir fagnaðarlátum allt í kring. „Þetta er alveg geðveikt!" hrópaði Þóra sem ásamt Lovísu Þóru, Guðrúnu Brynju, Anítu Rós Þorsteinsdóttur og Auði Ívarsdóttur, stóðu að Justin Bieber skrúðgöngunni. Tilgangurinn er að biðla til goðsins um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur, sem engin vöntun er á miðað við mætingu. Þóra sagði að myndir og myndbönd af göngunni yrðu send á Twitter og Facebook-síðu kappans í von um að hann bregðist við ákalli ungmennanna. Þá er bara að vona það besta. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Vikan hófst með fréttum af ökumanni sem velti bifreið sinni á Hafnarfjarðarvegi. Í ljós kom að ökumenn höfðu att kappi á götum úti með fyrrgreindum afleiðingum. Daginn eftir kom svo í ljós að ökumaðurinn sem velti bílnum hafði verið 67 ára gamall. Ökuþórinn var meðal annars með göngugrind í bílnum. Málið var hið sorglegasta, ekki síst vegna þess að hundur sem var farþegi í bílnum drapst þegar bíllinn valt. Þá greindi Vísir frá mikilli skjálftavirkni við Goðabungu í Mýrdalsjökli. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands þá hafa yfir 800 skjálftar mælst á svæðinu en til samanburðar mældust um 300 skjálftar á sama svæði fyrir ári síðan. Svo virðist sem skjálftavirkni hafi stóraukist eftir hlaupið í Múlakvísl en þrjú hundruð skjálftar mældust aðeins í síðustu viku. Að sögn sérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands er ekki meiri hætta á eldgosi í Kötlu, frekar en áður Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, flaug svo yfir Kötlu ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum. Hann sagði að greinileg aukning væri í jarðhita undir jöklinum og að Katla sýndi ýmis merki sem túlka megi sem langtíma undanfara eldgoss. Það var svo mikið fjör í miðbænum í gær. Fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justin Bieber, gengu fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Forsvarsmenn göngunnar voru unglingsstúlkur á aldrinum 13 til 15 ára. Meðal þeirra er Þóra Silja Hallsdóttir. Vísir tók viðtal við hana í miðri göngunni og átti fréttamaður í stökustu vandræðum með að heyra í henni fyrir fagnaðarlátum allt í kring. „Þetta er alveg geðveikt!" hrópaði Þóra sem ásamt Lovísu Þóru, Guðrúnu Brynju, Anítu Rós Þorsteinsdóttur og Auði Ívarsdóttur, stóðu að Justin Bieber skrúðgöngunni. Tilgangurinn er að biðla til goðsins um að koma til Íslands og syngja fyrir íslenska aðdáendur, sem engin vöntun er á miðað við mætingu. Þóra sagði að myndir og myndbönd af göngunni yrðu send á Twitter og Facebook-síðu kappans í von um að hann bregðist við ákalli ungmennanna. Þá er bara að vona það besta.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira