Erlent

Keyrði brennandi olíubíl út úr fjölmennu íbúahverfi

Tyrkneskur maður er nú þjóðhetja í heimalandinu eftir að hann kom í veg fyrir hræðilegt slys á bensínstöð. Eldur kom upp í olíuflutningabíl á stöðinni og breiddist hann fljótt út. Flestir gestir stöðvarinnar hlupu í burtu en ekki Kocac, sem stökk upp í bílinn og ók honum á miklum hraða út á opið svæði í kílómeters fjarlægð. Slökkviliðið segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef bíllinn hefði fengið að brenna lengur á stöðinni, í nálægð við stóra eldsneytistanka.Atvikið náðist á myndband og það má sjá með því að smella á spilarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×