Innlent

Flóðin í Hvítá í rénum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Flóðin í Hvítá á Suðurlandi eru farin að sjatna ofan til í ánni og er reiknað með að flóðið verði gengið til sjávar síðdegis. þó flæddi enn yfir heimreiðar að nokkrum sveitabæjum snemma í morgun, en eftir því sem næst verður komist hefur hvergi alvarlegt tjón hlotist af, líkt og varð í flóðum árið 2006.

Víðar hljóp vöxtur í ár og læki vegna hlýindanna og varar Vegagerðin vegfarendur við vatnsskemmdum á vegum á Þröskuldum, í Steingrímsfirði og í Dýrafirði á Vestfjörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×