Fjögurra manna fjölskylda notar 618 þúsund á mánuði 8. febrúar 2011 05:00 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir ný neysluviðmið fyrsta skrefið í átt að viðmiðum sem unnt verði að nota í bóta- og almannatryggingakerfinu og jafnvel við gerð kjarasamninga. Fréttablaðið/GVA „Menn mega ekki hafa þær væntingar að hér sé verið að svara öllum spurningum heldur erum við fyrst og fremst að hefja vinnuna,“ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra þegar hann kynnti í gær þrenns konar ný neysluviðmið fyrir Íslendinga. Neysluviðmiðin eru skilgreind sem í fyrsta lagi dæmigerð, í öðru lagi skammtímaviðmið og í þriðja lagi sem grunnviðmið. Í fyrsta viðmiðinu er tekið miðgildi kostnaðar af dæmigerðri neyslu einstaklinga og mismunandi gerða fjölskyldna. Meðal niðurstaða sérfræðinganna var að tveir fullorðnir með tvö börn noti 618 þúsund krónur á mánuði. Til skamms tíma, þegar frá hafa verið talin útgjöld sem má fresta í allt að níu mánuði, notar þessi meðalfjölskylda tæpar 448 þúsund krónur. Samkvæmt þriðja viðmiðinu, grunnviðmiðinu, þyrfti þessi fjögurra manna fjölskylda að lágmarki 286 þúsund krónur á mánuði til framfærslu án húsnæðiskostnaðar. Nefna má að í báðum síðartöldu viðmiðunum hafa liðir eins og ferðalög og veitingar algerlega verið teknir út. „Við eigum ekki að þurfa að bjóða neinum einstaklingum upp á það að búa hér undir fátæktarmörkum. Við erum nógu ríkt samfélag til þess að geta tryggt það að menn hafi sómasamlega framfærslu. En það leysist ekki með þessu neysluviðmiðum í dag. Það tekur lengri tíma, en við getum litið á þetta sem stórt og gott skref í áttina að því að nálgast einhver slík viðmið,“ sagði velferðarráðherrann. Sérfræðingahópur frá Háskólanum í Reykjavík vann nýju neysluviðmiðin fyrir velferðarráðuneytið og studdist þar við rannsóknir Hagstofu Íslands á útgjöldum heimila. Ráðherrann sagði útreikning slíkra neysluviðmiða lengi hafa tíðkast á hinum Norðurlöndunum og víðar. Hann lagði áherslu á að viðmiðin væru ekki notuð beint inn í bótakerfi eða launasamninga. Sagði hann nýju viðmiðin sem nú væru fundin aðeins fyrsta skrefið til að finna viðmið til að byggja bóta- og almannatryggingakerfi og gagnvart aðilum eins og umboðsmanni skuldara „og þess vegna inn í kjarasamninga,“ eins og Guðbjartur orðaði það. Ráðherrann sagði að menn þyrftu að átta sig betur á því hvað þurfi til þess að framfleyta sér í íslensku samfélagi. Nýju viðmiðin séu hjálpartæki til þess. Allir eigi að taka þátt í þeirri umræðu sem fram undan sé. Hægt er að máta eigin aðstæður í reiknivél, til dæmis eftir fjölskyldustærð og búsetu, á vef velferðarráðuneytisins, vel.is. Þar má einnig skoða skýrslu sérfræðingahópsins. „Við getum þá metið hvernig ólíkar fjölskyldur eru að koma út miðað við þá þekkingu sem við höfum nú á neyslunni í dag – og hverjir verða þá útundan og hvernig við getum þá jafnað stöðu fólks í samfélaginu kannski í framhaldi af því. Það gerist ekki bara með því að neysluviðmiðið fari í loftið – því miður.“ gar@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Menn mega ekki hafa þær væntingar að hér sé verið að svara öllum spurningum heldur erum við fyrst og fremst að hefja vinnuna,“ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra þegar hann kynnti í gær þrenns konar ný neysluviðmið fyrir Íslendinga. Neysluviðmiðin eru skilgreind sem í fyrsta lagi dæmigerð, í öðru lagi skammtímaviðmið og í þriðja lagi sem grunnviðmið. Í fyrsta viðmiðinu er tekið miðgildi kostnaðar af dæmigerðri neyslu einstaklinga og mismunandi gerða fjölskyldna. Meðal niðurstaða sérfræðinganna var að tveir fullorðnir með tvö börn noti 618 þúsund krónur á mánuði. Til skamms tíma, þegar frá hafa verið talin útgjöld sem má fresta í allt að níu mánuði, notar þessi meðalfjölskylda tæpar 448 þúsund krónur. Samkvæmt þriðja viðmiðinu, grunnviðmiðinu, þyrfti þessi fjögurra manna fjölskylda að lágmarki 286 þúsund krónur á mánuði til framfærslu án húsnæðiskostnaðar. Nefna má að í báðum síðartöldu viðmiðunum hafa liðir eins og ferðalög og veitingar algerlega verið teknir út. „Við eigum ekki að þurfa að bjóða neinum einstaklingum upp á það að búa hér undir fátæktarmörkum. Við erum nógu ríkt samfélag til þess að geta tryggt það að menn hafi sómasamlega framfærslu. En það leysist ekki með þessu neysluviðmiðum í dag. Það tekur lengri tíma, en við getum litið á þetta sem stórt og gott skref í áttina að því að nálgast einhver slík viðmið,“ sagði velferðarráðherrann. Sérfræðingahópur frá Háskólanum í Reykjavík vann nýju neysluviðmiðin fyrir velferðarráðuneytið og studdist þar við rannsóknir Hagstofu Íslands á útgjöldum heimila. Ráðherrann sagði útreikning slíkra neysluviðmiða lengi hafa tíðkast á hinum Norðurlöndunum og víðar. Hann lagði áherslu á að viðmiðin væru ekki notuð beint inn í bótakerfi eða launasamninga. Sagði hann nýju viðmiðin sem nú væru fundin aðeins fyrsta skrefið til að finna viðmið til að byggja bóta- og almannatryggingakerfi og gagnvart aðilum eins og umboðsmanni skuldara „og þess vegna inn í kjarasamninga,“ eins og Guðbjartur orðaði það. Ráðherrann sagði að menn þyrftu að átta sig betur á því hvað þurfi til þess að framfleyta sér í íslensku samfélagi. Nýju viðmiðin séu hjálpartæki til þess. Allir eigi að taka þátt í þeirri umræðu sem fram undan sé. Hægt er að máta eigin aðstæður í reiknivél, til dæmis eftir fjölskyldustærð og búsetu, á vef velferðarráðuneytisins, vel.is. Þar má einnig skoða skýrslu sérfræðingahópsins. „Við getum þá metið hvernig ólíkar fjölskyldur eru að koma út miðað við þá þekkingu sem við höfum nú á neyslunni í dag – og hverjir verða þá útundan og hvernig við getum þá jafnað stöðu fólks í samfélaginu kannski í framhaldi af því. Það gerist ekki bara með því að neysluviðmiðið fari í loftið – því miður.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent