Fjögurra manna fjölskylda notar 618 þúsund á mánuði 8. febrúar 2011 05:00 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir ný neysluviðmið fyrsta skrefið í átt að viðmiðum sem unnt verði að nota í bóta- og almannatryggingakerfinu og jafnvel við gerð kjarasamninga. Fréttablaðið/GVA „Menn mega ekki hafa þær væntingar að hér sé verið að svara öllum spurningum heldur erum við fyrst og fremst að hefja vinnuna,“ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra þegar hann kynnti í gær þrenns konar ný neysluviðmið fyrir Íslendinga. Neysluviðmiðin eru skilgreind sem í fyrsta lagi dæmigerð, í öðru lagi skammtímaviðmið og í þriðja lagi sem grunnviðmið. Í fyrsta viðmiðinu er tekið miðgildi kostnaðar af dæmigerðri neyslu einstaklinga og mismunandi gerða fjölskyldna. Meðal niðurstaða sérfræðinganna var að tveir fullorðnir með tvö börn noti 618 þúsund krónur á mánuði. Til skamms tíma, þegar frá hafa verið talin útgjöld sem má fresta í allt að níu mánuði, notar þessi meðalfjölskylda tæpar 448 þúsund krónur. Samkvæmt þriðja viðmiðinu, grunnviðmiðinu, þyrfti þessi fjögurra manna fjölskylda að lágmarki 286 þúsund krónur á mánuði til framfærslu án húsnæðiskostnaðar. Nefna má að í báðum síðartöldu viðmiðunum hafa liðir eins og ferðalög og veitingar algerlega verið teknir út. „Við eigum ekki að þurfa að bjóða neinum einstaklingum upp á það að búa hér undir fátæktarmörkum. Við erum nógu ríkt samfélag til þess að geta tryggt það að menn hafi sómasamlega framfærslu. En það leysist ekki með þessu neysluviðmiðum í dag. Það tekur lengri tíma, en við getum litið á þetta sem stórt og gott skref í áttina að því að nálgast einhver slík viðmið,“ sagði velferðarráðherrann. Sérfræðingahópur frá Háskólanum í Reykjavík vann nýju neysluviðmiðin fyrir velferðarráðuneytið og studdist þar við rannsóknir Hagstofu Íslands á útgjöldum heimila. Ráðherrann sagði útreikning slíkra neysluviðmiða lengi hafa tíðkast á hinum Norðurlöndunum og víðar. Hann lagði áherslu á að viðmiðin væru ekki notuð beint inn í bótakerfi eða launasamninga. Sagði hann nýju viðmiðin sem nú væru fundin aðeins fyrsta skrefið til að finna viðmið til að byggja bóta- og almannatryggingakerfi og gagnvart aðilum eins og umboðsmanni skuldara „og þess vegna inn í kjarasamninga,“ eins og Guðbjartur orðaði það. Ráðherrann sagði að menn þyrftu að átta sig betur á því hvað þurfi til þess að framfleyta sér í íslensku samfélagi. Nýju viðmiðin séu hjálpartæki til þess. Allir eigi að taka þátt í þeirri umræðu sem fram undan sé. Hægt er að máta eigin aðstæður í reiknivél, til dæmis eftir fjölskyldustærð og búsetu, á vef velferðarráðuneytisins, vel.is. Þar má einnig skoða skýrslu sérfræðingahópsins. „Við getum þá metið hvernig ólíkar fjölskyldur eru að koma út miðað við þá þekkingu sem við höfum nú á neyslunni í dag – og hverjir verða þá útundan og hvernig við getum þá jafnað stöðu fólks í samfélaginu kannski í framhaldi af því. Það gerist ekki bara með því að neysluviðmiðið fari í loftið – því miður.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Menn mega ekki hafa þær væntingar að hér sé verið að svara öllum spurningum heldur erum við fyrst og fremst að hefja vinnuna,“ sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra þegar hann kynnti í gær þrenns konar ný neysluviðmið fyrir Íslendinga. Neysluviðmiðin eru skilgreind sem í fyrsta lagi dæmigerð, í öðru lagi skammtímaviðmið og í þriðja lagi sem grunnviðmið. Í fyrsta viðmiðinu er tekið miðgildi kostnaðar af dæmigerðri neyslu einstaklinga og mismunandi gerða fjölskyldna. Meðal niðurstaða sérfræðinganna var að tveir fullorðnir með tvö börn noti 618 þúsund krónur á mánuði. Til skamms tíma, þegar frá hafa verið talin útgjöld sem má fresta í allt að níu mánuði, notar þessi meðalfjölskylda tæpar 448 þúsund krónur. Samkvæmt þriðja viðmiðinu, grunnviðmiðinu, þyrfti þessi fjögurra manna fjölskylda að lágmarki 286 þúsund krónur á mánuði til framfærslu án húsnæðiskostnaðar. Nefna má að í báðum síðartöldu viðmiðunum hafa liðir eins og ferðalög og veitingar algerlega verið teknir út. „Við eigum ekki að þurfa að bjóða neinum einstaklingum upp á það að búa hér undir fátæktarmörkum. Við erum nógu ríkt samfélag til þess að geta tryggt það að menn hafi sómasamlega framfærslu. En það leysist ekki með þessu neysluviðmiðum í dag. Það tekur lengri tíma, en við getum litið á þetta sem stórt og gott skref í áttina að því að nálgast einhver slík viðmið,“ sagði velferðarráðherrann. Sérfræðingahópur frá Háskólanum í Reykjavík vann nýju neysluviðmiðin fyrir velferðarráðuneytið og studdist þar við rannsóknir Hagstofu Íslands á útgjöldum heimila. Ráðherrann sagði útreikning slíkra neysluviðmiða lengi hafa tíðkast á hinum Norðurlöndunum og víðar. Hann lagði áherslu á að viðmiðin væru ekki notuð beint inn í bótakerfi eða launasamninga. Sagði hann nýju viðmiðin sem nú væru fundin aðeins fyrsta skrefið til að finna viðmið til að byggja bóta- og almannatryggingakerfi og gagnvart aðilum eins og umboðsmanni skuldara „og þess vegna inn í kjarasamninga,“ eins og Guðbjartur orðaði það. Ráðherrann sagði að menn þyrftu að átta sig betur á því hvað þurfi til þess að framfleyta sér í íslensku samfélagi. Nýju viðmiðin séu hjálpartæki til þess. Allir eigi að taka þátt í þeirri umræðu sem fram undan sé. Hægt er að máta eigin aðstæður í reiknivél, til dæmis eftir fjölskyldustærð og búsetu, á vef velferðarráðuneytisins, vel.is. Þar má einnig skoða skýrslu sérfræðingahópsins. „Við getum þá metið hvernig ólíkar fjölskyldur eru að koma út miðað við þá þekkingu sem við höfum nú á neyslunni í dag – og hverjir verða þá útundan og hvernig við getum þá jafnað stöðu fólks í samfélaginu kannski í framhaldi af því. Það gerist ekki bara með því að neysluviðmiðið fari í loftið – því miður.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira