Halldór væntanlegur til landsins 14. janúar 2011 06:00 Halldór Kristjánsson Mynd/Vilhelm Gunnarsson Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir og að lokum voru tveir leiddir fyrir dómara. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur til landsins á næstu dögum vegna rannsóknarinnar. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var einn hinna yfirheyrðu, líkt og Elín Sigfúsdóttir, sem var forstöðumaður á fyrirtækjasviði gamla bankans. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs, og Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga, voru einnig meðal yfirheyrðra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á það einnig við um tvo starfsmenn eigin fjárfestinga: Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindra Sveinsson. Enginn þeirra starfar í Nýja Landsbankanum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum í gærkvöldi að farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum. Hann gaf ekki upp nöfn þeirra. Skömmu síðar komu Sigurjón og annar maður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Af því loknu var þeir leiddir á brott af lögreglumönnum. Sigurjón vildi ekki tjá sig við fréttamenn um málið. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri, sem er búsettur í Kanada, hefur verið boðaður til yfirheyrslu og er væntanlegur til landsins eftir helgi, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Tengdar fréttir Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19 Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50 Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48 Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59 Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir og að lokum voru tveir leiddir fyrir dómara. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur til landsins á næstu dögum vegna rannsóknarinnar. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var einn hinna yfirheyrðu, líkt og Elín Sigfúsdóttir, sem var forstöðumaður á fyrirtækjasviði gamla bankans. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs, og Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga, voru einnig meðal yfirheyrðra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á það einnig við um tvo starfsmenn eigin fjárfestinga: Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindra Sveinsson. Enginn þeirra starfar í Nýja Landsbankanum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum í gærkvöldi að farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum. Hann gaf ekki upp nöfn þeirra. Skömmu síðar komu Sigurjón og annar maður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Af því loknu var þeir leiddir á brott af lögreglumönnum. Sigurjón vildi ekki tjá sig við fréttamenn um málið. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri, sem er búsettur í Kanada, hefur verið boðaður til yfirheyrslu og er væntanlegur til landsins eftir helgi, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Tengdar fréttir Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19 Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50 Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48 Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59 Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19
Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50
Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48
Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59
Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06