Halldór væntanlegur til landsins 14. janúar 2011 06:00 Halldór Kristjánsson Mynd/Vilhelm Gunnarsson Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir og að lokum voru tveir leiddir fyrir dómara. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur til landsins á næstu dögum vegna rannsóknarinnar. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var einn hinna yfirheyrðu, líkt og Elín Sigfúsdóttir, sem var forstöðumaður á fyrirtækjasviði gamla bankans. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs, og Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga, voru einnig meðal yfirheyrðra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á það einnig við um tvo starfsmenn eigin fjárfestinga: Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindra Sveinsson. Enginn þeirra starfar í Nýja Landsbankanum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum í gærkvöldi að farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum. Hann gaf ekki upp nöfn þeirra. Skömmu síðar komu Sigurjón og annar maður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Af því loknu var þeir leiddir á brott af lögreglumönnum. Sigurjón vildi ekki tjá sig við fréttamenn um málið. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri, sem er búsettur í Kanada, hefur verið boðaður til yfirheyrslu og er væntanlegur til landsins eftir helgi, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Tengdar fréttir Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19 Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50 Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48 Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59 Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir og að lokum voru tveir leiddir fyrir dómara. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur til landsins á næstu dögum vegna rannsóknarinnar. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var einn hinna yfirheyrðu, líkt og Elín Sigfúsdóttir, sem var forstöðumaður á fyrirtækjasviði gamla bankans. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs, og Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga, voru einnig meðal yfirheyrðra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á það einnig við um tvo starfsmenn eigin fjárfestinga: Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindra Sveinsson. Enginn þeirra starfar í Nýja Landsbankanum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum í gærkvöldi að farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum. Hann gaf ekki upp nöfn þeirra. Skömmu síðar komu Sigurjón og annar maður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Af því loknu var þeir leiddir á brott af lögreglumönnum. Sigurjón vildi ekki tjá sig við fréttamenn um málið. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri, sem er búsettur í Kanada, hefur verið boðaður til yfirheyrslu og er væntanlegur til landsins eftir helgi, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Tengdar fréttir Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19 Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50 Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48 Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59 Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19
Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50
Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48
Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59
Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06