Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur 13. janúar 2011 23:06 Ólafur Þór Hauksson Mynd/Anton Brink Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. Sjö fyrrverandi stjórnendur Landsbankans hafa verið yfirheyrðir í dag vegna rannsóknarinnar. Auk Sigurjóns eru Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans, og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, í hópi sjömenninganna. Það eru einnig þeir Yngvi Örn Kristinsson og Ívar Guðjónsson, að því er fram kom í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins. Ólafur býst við því að fleiri verði yfirheyrðir vegna málsins á næstu dögum. Tengdar fréttir Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19 Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50 Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48 Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59 Hugsanlega farið fram á gæsluvarðhald Ólafur Þór Haukssonar, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttamann Vísis að hugsanlega verði farið fram á gæsluvarðhald yfir sjö manns sem hafa verið í yfirheyrslum hjá embættinu í allan dag. Búist er við að yfirheyrslurnar standi fram á kvöld. 13. janúar 2011 17:41 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. Sjö fyrrverandi stjórnendur Landsbankans hafa verið yfirheyrðir í dag vegna rannsóknarinnar. Auk Sigurjóns eru Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjasviðs Landsbankans, og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, í hópi sjömenninganna. Það eru einnig þeir Yngvi Örn Kristinsson og Ívar Guðjónsson, að því er fram kom í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins. Ólafur býst við því að fleiri verði yfirheyrðir vegna málsins á næstu dögum.
Tengdar fréttir Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19 Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50 Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48 Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59 Hugsanlega farið fram á gæsluvarðhald Ólafur Þór Haukssonar, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttamann Vísis að hugsanlega verði farið fram á gæsluvarðhald yfir sjö manns sem hafa verið í yfirheyrslum hjá embættinu í allan dag. Búist er við að yfirheyrslurnar standi fram á kvöld. 13. janúar 2011 17:41 Mest lesið „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19
Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50
Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48
Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59
Hugsanlega farið fram á gæsluvarðhald Ólafur Þór Haukssonar, sérstakur saksóknari, segir í samtali við fréttamann Vísis að hugsanlega verði farið fram á gæsluvarðhald yfir sjö manns sem hafa verið í yfirheyrslum hjá embættinu í allan dag. Búist er við að yfirheyrslurnar standi fram á kvöld. 13. janúar 2011 17:41