Halldór væntanlegur til landsins 14. janúar 2011 06:00 Halldór Kristjánsson Mynd/Vilhelm Gunnarsson Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir og að lokum voru tveir leiddir fyrir dómara. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur til landsins á næstu dögum vegna rannsóknarinnar. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var einn hinna yfirheyrðu, líkt og Elín Sigfúsdóttir, sem var forstöðumaður á fyrirtækjasviði gamla bankans. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs, og Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga, voru einnig meðal yfirheyrðra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á það einnig við um tvo starfsmenn eigin fjárfestinga: Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindra Sveinsson. Enginn þeirra starfar í Nýja Landsbankanum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum í gærkvöldi að farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum. Hann gaf ekki upp nöfn þeirra. Skömmu síðar komu Sigurjón og annar maður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Af því loknu var þeir leiddir á brott af lögreglumönnum. Sigurjón vildi ekki tjá sig við fréttamenn um málið. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri, sem er búsettur í Kanada, hefur verið boðaður til yfirheyrslu og er væntanlegur til landsins eftir helgi, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Tengdar fréttir Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19 Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50 Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48 Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59 Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir og að lokum voru tveir leiddir fyrir dómara. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kemur til landsins á næstu dögum vegna rannsóknarinnar. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var einn hinna yfirheyrðu, líkt og Elín Sigfúsdóttir, sem var forstöðumaður á fyrirtækjasviði gamla bankans. Steinþór Gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar, Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfasviðs, og Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga, voru einnig meðal yfirheyrðra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á það einnig við um tvo starfsmenn eigin fjárfestinga: Júlíus Steinar Heiðarsson og Sindra Sveinsson. Enginn þeirra starfar í Nýja Landsbankanum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu á ellefta tímanum í gærkvöldi að farið yrði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum. Hann gaf ekki upp nöfn þeirra. Skömmu síðar komu Sigurjón og annar maður fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur. Af því loknu var þeir leiddir á brott af lögreglumönnum. Sigurjón vildi ekki tjá sig við fréttamenn um málið. Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri, sem er búsettur í Kanada, hefur verið boðaður til yfirheyrslu og er væntanlegur til landsins eftir helgi, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Tengdar fréttir Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19 Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50 Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48 Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59 Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Sjö færðir í skýrslutöku - grunur um stórfellt auðgunarbrot Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á kaupum Landsbanka Íslands á hlutbréfum útgefnum af bankanum og lánveitingum bankans til hlutabréfakaupa fóru fram húsleitir á þremur stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt tilkynningu frá Sérstökum saksóknara. Þar kemur fram, eins og Vísir greindi frá, að sjö manns voru á sama tíma færðir til skýrslutöku. 13. janúar 2011 15:19
Þrjár húsleitir framkvæmdar í tengslum við Landsbankann Embætti sérstaks saksóknara hefur framkvæmt þrjár húsleitir í dag sem eru tengdar rannsókn á málefnum gamla Landsbankans. 13. janúar 2011 14:50
Yfirheyrslur enn í fullum gangi Yfirheyrslur enn í fullum gangi hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt fréttamanni Vísis sem er fyrir utan húsnæði sérstaks saksóknara hefur enginn farið inn né út úr húsinu. Fyrrum bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir hafa sést utanfrá inn í húsinu. 13. janúar 2011 20:48
Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. 13. janúar 2011 22:59
Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn. 13. janúar 2011 23:06