Tveir þriðju vilja halda ESB-umsókn Íslands til streitu 12. september 2011 06:00 Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið svo hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöður viðræðnanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 63,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vilja halda viðræðum áfram en 36,6 prósent vildu draga aðildarumsóknina til baka. Örlítið virðist hafa dregið úr stuðningi við að ljúka viðræðum frá því Fréttablaðið kannaði afstöðu til málsins síðast, í janúar síðastliðnum. Þá vildu 65,4 prósent ljúka viðræðum en 34,6 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna klofna í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurningarinnar. Um 48,9 prósent sjálfstæðismanna vildu halda umsóknarferlinu áfram og 52,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar vildu nær allir ljúka viðræðunum. Aðeins 4,3 vildu draga umsóknina til baka. Öðru gildir um þá sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Um 67,4 prósent þeirra sögðust vilja draga umsóknina til baka. Karlar vilja frekar ljúka viðræðunum en konur. Um 67,5 prósent karla voru þeirrar skoðunar en 59,2 prósent kvenna. Meiri stuðningur er við að ljúka viðræðunum á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Um 68,5 prósent íbúa höfuðborgarinnar vilja klára viðræðurnar, en 52,3 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 8. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu.- bj Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið svo hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöður viðræðnanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 63,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vilja halda viðræðum áfram en 36,6 prósent vildu draga aðildarumsóknina til baka. Örlítið virðist hafa dregið úr stuðningi við að ljúka viðræðum frá því Fréttablaðið kannaði afstöðu til málsins síðast, í janúar síðastliðnum. Þá vildu 65,4 prósent ljúka viðræðum en 34,6 prósent draga umsóknina til baka. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna klofna í tvo svipað stóra hópa í afstöðu sinni til spurningarinnar. Um 48,9 prósent sjálfstæðismanna vildu halda umsóknarferlinu áfram og 52,8 prósent stuðningsmanna Vinstri grænna. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar vildu nær allir ljúka viðræðunum. Aðeins 4,3 vildu draga umsóknina til baka. Öðru gildir um þá sem segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Um 67,4 prósent þeirra sögðust vilja draga umsóknina til baka. Karlar vilja frekar ljúka viðræðunum en konur. Um 67,5 prósent karla voru þeirrar skoðunar en 59,2 prósent kvenna. Meiri stuðningur er við að ljúka viðræðunum á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Um 68,5 prósent íbúa höfuðborgarinnar vilja klára viðræðurnar, en 52,3 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 8. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn? Alls tóku 87,5 prósent afstöðu.- bj
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira