Íslenski boltinn

Keyrði út af og truflaði viðtalið við Heimi

Skemmtilegt atvik átti sér stað þegar Sighvatur Jónsson tók viðtal við Heimi Hallgrímsson á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í gær.

Ökumaður keyrði þá út af veginum fyrir ofan völlinn og mátti litlu muna að illa færi.

Atvikið truflaði viðtalið nokkuð en Heimir hló nú bara enda fór allt vel að lokum.

Hægt er að sjá þetta atvik í myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×