Flóttakýrin Yvonne loksins fönguð 2. september 2011 15:52 Loksins tókst að koma böndum á beljuna sem fangað hefur hug og hjörtu Þjóðverja í allt sumar. Mynd/AFP Frægasta kýr Bæjaralands, flóttakýrin Yvonne, er kominn undir manna hendur eftir að hafa verið á æsilegum flótta í allt sumar. Yvonne forðaði sér af bóndabænum daginn áður en hún átti að fara í sláturhúsið og hefur ekki sést síðan í maí. Síðan þá hefur hún orðið að nokkurskonar þjóðhetju í Þýskalandi og um hana hafa spunnist sögur og sungnir söngvar. Á tímabili var vinsælasta lag Þýskalands baráttusöngur tileinkaður henni. Flóttinn vakti ekki mikla athygli til að byrja með en eftir að lögreglumenn voru hætt komnir þegar þeir óku næstum á beljuna, var ákveðið að gefa út veiðileyfi á hana. Það tóku dýraverndunarsamtök óstinnt upp og eftir skamma stund var búið að tryggja henni áframhaldandi líf á friðsælum bóndabæ í nágrenninu. Yvonne lét hinsvegar ekki segjast og ekkert gekk að ná henni á ný í hús. Ýmislegt var reynt, baul úr kálfi hennar var spilað í skóginum, besta vinkona hennar var sett út í haga til þess að lokka hana og þegar það gekk ekki var nautinu Ernst sleppt lausu til að reyna að hafa upp á henni. Ekkert gekk og töldu sérfræðingar að Yvonne væri farin að haga sér eins og dádýr, hún lét lítið fyrir sér fara á daginn og ferðaðist um á nóttinni. Málið vakti heimsathygli og þýska blaðið Bild bauð tíu þúsund evrur hverjum þeim sem gæti fundið Yvonne. Það hefur nú tekist. Fyrrverandi forstjóri dýragarðsins í Munchen skaut Yvonne með deyfiörvum í gær. Kýrin mun nú væntanlega fá að njóta lífsins í kyrfilega afgirtum haga til dauðadags. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Frægasta kýr Bæjaralands, flóttakýrin Yvonne, er kominn undir manna hendur eftir að hafa verið á æsilegum flótta í allt sumar. Yvonne forðaði sér af bóndabænum daginn áður en hún átti að fara í sláturhúsið og hefur ekki sést síðan í maí. Síðan þá hefur hún orðið að nokkurskonar þjóðhetju í Þýskalandi og um hana hafa spunnist sögur og sungnir söngvar. Á tímabili var vinsælasta lag Þýskalands baráttusöngur tileinkaður henni. Flóttinn vakti ekki mikla athygli til að byrja með en eftir að lögreglumenn voru hætt komnir þegar þeir óku næstum á beljuna, var ákveðið að gefa út veiðileyfi á hana. Það tóku dýraverndunarsamtök óstinnt upp og eftir skamma stund var búið að tryggja henni áframhaldandi líf á friðsælum bóndabæ í nágrenninu. Yvonne lét hinsvegar ekki segjast og ekkert gekk að ná henni á ný í hús. Ýmislegt var reynt, baul úr kálfi hennar var spilað í skóginum, besta vinkona hennar var sett út í haga til þess að lokka hana og þegar það gekk ekki var nautinu Ernst sleppt lausu til að reyna að hafa upp á henni. Ekkert gekk og töldu sérfræðingar að Yvonne væri farin að haga sér eins og dádýr, hún lét lítið fyrir sér fara á daginn og ferðaðist um á nóttinni. Málið vakti heimsathygli og þýska blaðið Bild bauð tíu þúsund evrur hverjum þeim sem gæti fundið Yvonne. Það hefur nú tekist. Fyrrverandi forstjóri dýragarðsins í Munchen skaut Yvonne með deyfiörvum í gær. Kýrin mun nú væntanlega fá að njóta lífsins í kyrfilega afgirtum haga til dauðadags.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila