FÍB um Kristján: „Hann ber sig karlmannlega“ Erla Hlynsdóttir skrifar 6. janúar 2011 08:58 Runólfur Ólafsson, formaður FÍB „Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra og baráttumaður fyrir hlutafélaga- og vegatollavæðingu þjóðveganna út frá höfuðborgarsvæðinu er ókátur yfir undirskriftasöfnun FÍB gegn þessu áhugamáli hans og segir félagið standa ófaglega að málum. FÍB hlýtur vitaskuld að þurfa að hugsa vel sinn gang þegar slíkur fagmaður sem hann mælir svo." Þetta kemur fram í grein á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda undir yfirskriftinni „Kristján Möller segir FÍB vinna ófaglega" þar sem félagið bregst við þeim orðum sem Kristján lét falla í samtali við Vísi í gær um upptöku veggjalda í kring um höfuðborgarsvæðið. „Hann ber sig karlmannlega og lætur eins og það sé ekkert tiltökumál þótt fólk mótmæli. Fólk sé nú svosem að mótmæla ýmsum hækkunum á þessum erfiðu tímum og það sé bara eðlilegt. Þá fullyrðir hann að 50 til 60 prósent hafi mótmælt í Noregi upptöku vegatolla og þeir hafi nú samt orðið að veruleika þar. Loks leggur hann áherslu á að rangnefni sé að kalla umrædd gjöld vegtolla. Réttara sé að tala um notendagjöld," segir í greininni. Þá leggur greinarhöfundur út af orðum Kristjáns á þann veg að hann telji að gjöldin verði léttbærari ef þau heita eitthvað annað en vegtollar. Í samtali við Vísi í gær segir Kristján: „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint." Greinarhöfundur FÍB skrifar að af þessum orðum fyrrverandi samgönguráðherra sem tali eins og hann sé enn samgönguráðherra, sé ljóst „.. að hann ætlar hvergi að hvika frá því markmiði sínu að girða höfuðborgarsvæðið af með vegatollamúr og rýra með því stórlega afkomu og möguleika íbúa Suður-, Suðvestur- og Vesturlands til atvinnu, búsetuvals og ferðalaga um eigið land." Greinina má lesa í heild sinni hér. Undirskriftasöfnun FÍB stendur yfir til þriðjudagsins komandi og þegar hafa rúmlega 33 þúsund skrifað undir. Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Segir vegtolla algerlega óásættanlega Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. 5. janúar 2011 20:01 Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. 5. janúar 2011 14:39 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
„Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra og baráttumaður fyrir hlutafélaga- og vegatollavæðingu þjóðveganna út frá höfuðborgarsvæðinu er ókátur yfir undirskriftasöfnun FÍB gegn þessu áhugamáli hans og segir félagið standa ófaglega að málum. FÍB hlýtur vitaskuld að þurfa að hugsa vel sinn gang þegar slíkur fagmaður sem hann mælir svo." Þetta kemur fram í grein á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda undir yfirskriftinni „Kristján Möller segir FÍB vinna ófaglega" þar sem félagið bregst við þeim orðum sem Kristján lét falla í samtali við Vísi í gær um upptöku veggjalda í kring um höfuðborgarsvæðið. „Hann ber sig karlmannlega og lætur eins og það sé ekkert tiltökumál þótt fólk mótmæli. Fólk sé nú svosem að mótmæla ýmsum hækkunum á þessum erfiðu tímum og það sé bara eðlilegt. Þá fullyrðir hann að 50 til 60 prósent hafi mótmælt í Noregi upptöku vegatolla og þeir hafi nú samt orðið að veruleika þar. Loks leggur hann áherslu á að rangnefni sé að kalla umrædd gjöld vegtolla. Réttara sé að tala um notendagjöld," segir í greininni. Þá leggur greinarhöfundur út af orðum Kristjáns á þann veg að hann telji að gjöldin verði léttbærari ef þau heita eitthvað annað en vegtollar. Í samtali við Vísi í gær segir Kristján: „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint." Greinarhöfundur FÍB skrifar að af þessum orðum fyrrverandi samgönguráðherra sem tali eins og hann sé enn samgönguráðherra, sé ljóst „.. að hann ætlar hvergi að hvika frá því markmiði sínu að girða höfuðborgarsvæðið af með vegatollamúr og rýra með því stórlega afkomu og möguleika íbúa Suður-, Suðvestur- og Vesturlands til atvinnu, búsetuvals og ferðalaga um eigið land." Greinina má lesa í heild sinni hér. Undirskriftasöfnun FÍB stendur yfir til þriðjudagsins komandi og þegar hafa rúmlega 33 þúsund skrifað undir.
Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Segir vegtolla algerlega óásættanlega Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. 5. janúar 2011 20:01 Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. 5. janúar 2011 14:39 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06
Segir vegtolla algerlega óásættanlega Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. 5. janúar 2011 20:01
Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. 5. janúar 2011 14:39
Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09