FÍB um Kristján: „Hann ber sig karlmannlega“ Erla Hlynsdóttir skrifar 6. janúar 2011 08:58 Runólfur Ólafsson, formaður FÍB „Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra og baráttumaður fyrir hlutafélaga- og vegatollavæðingu þjóðveganna út frá höfuðborgarsvæðinu er ókátur yfir undirskriftasöfnun FÍB gegn þessu áhugamáli hans og segir félagið standa ófaglega að málum. FÍB hlýtur vitaskuld að þurfa að hugsa vel sinn gang þegar slíkur fagmaður sem hann mælir svo." Þetta kemur fram í grein á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda undir yfirskriftinni „Kristján Möller segir FÍB vinna ófaglega" þar sem félagið bregst við þeim orðum sem Kristján lét falla í samtali við Vísi í gær um upptöku veggjalda í kring um höfuðborgarsvæðið. „Hann ber sig karlmannlega og lætur eins og það sé ekkert tiltökumál þótt fólk mótmæli. Fólk sé nú svosem að mótmæla ýmsum hækkunum á þessum erfiðu tímum og það sé bara eðlilegt. Þá fullyrðir hann að 50 til 60 prósent hafi mótmælt í Noregi upptöku vegatolla og þeir hafi nú samt orðið að veruleika þar. Loks leggur hann áherslu á að rangnefni sé að kalla umrædd gjöld vegtolla. Réttara sé að tala um notendagjöld," segir í greininni. Þá leggur greinarhöfundur út af orðum Kristjáns á þann veg að hann telji að gjöldin verði léttbærari ef þau heita eitthvað annað en vegtollar. Í samtali við Vísi í gær segir Kristján: „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint." Greinarhöfundur FÍB skrifar að af þessum orðum fyrrverandi samgönguráðherra sem tali eins og hann sé enn samgönguráðherra, sé ljóst „.. að hann ætlar hvergi að hvika frá því markmiði sínu að girða höfuðborgarsvæðið af með vegatollamúr og rýra með því stórlega afkomu og möguleika íbúa Suður-, Suðvestur- og Vesturlands til atvinnu, búsetuvals og ferðalaga um eigið land." Greinina má lesa í heild sinni hér. Undirskriftasöfnun FÍB stendur yfir til þriðjudagsins komandi og þegar hafa rúmlega 33 þúsund skrifað undir. Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Segir vegtolla algerlega óásættanlega Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. 5. janúar 2011 20:01 Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. 5. janúar 2011 14:39 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
„Kristján Möller fyrrum samgönguráðherra og baráttumaður fyrir hlutafélaga- og vegatollavæðingu þjóðveganna út frá höfuðborgarsvæðinu er ókátur yfir undirskriftasöfnun FÍB gegn þessu áhugamáli hans og segir félagið standa ófaglega að málum. FÍB hlýtur vitaskuld að þurfa að hugsa vel sinn gang þegar slíkur fagmaður sem hann mælir svo." Þetta kemur fram í grein á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda undir yfirskriftinni „Kristján Möller segir FÍB vinna ófaglega" þar sem félagið bregst við þeim orðum sem Kristján lét falla í samtali við Vísi í gær um upptöku veggjalda í kring um höfuðborgarsvæðið. „Hann ber sig karlmannlega og lætur eins og það sé ekkert tiltökumál þótt fólk mótmæli. Fólk sé nú svosem að mótmæla ýmsum hækkunum á þessum erfiðu tímum og það sé bara eðlilegt. Þá fullyrðir hann að 50 til 60 prósent hafi mótmælt í Noregi upptöku vegatolla og þeir hafi nú samt orðið að veruleika þar. Loks leggur hann áherslu á að rangnefni sé að kalla umrædd gjöld vegtolla. Réttara sé að tala um notendagjöld," segir í greininni. Þá leggur greinarhöfundur út af orðum Kristjáns á þann veg að hann telji að gjöldin verði léttbærari ef þau heita eitthvað annað en vegtollar. Í samtali við Vísi í gær segir Kristján: „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint." Greinarhöfundur FÍB skrifar að af þessum orðum fyrrverandi samgönguráðherra sem tali eins og hann sé enn samgönguráðherra, sé ljóst „.. að hann ætlar hvergi að hvika frá því markmiði sínu að girða höfuðborgarsvæðið af með vegatollamúr og rýra með því stórlega afkomu og möguleika íbúa Suður-, Suðvestur- og Vesturlands til atvinnu, búsetuvals og ferðalaga um eigið land." Greinina má lesa í heild sinni hér. Undirskriftasöfnun FÍB stendur yfir til þriðjudagsins komandi og þegar hafa rúmlega 33 þúsund skrifað undir.
Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Segir vegtolla algerlega óásættanlega Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. 5. janúar 2011 20:01 Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. 5. janúar 2011 14:39 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06
Segir vegtolla algerlega óásættanlega Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. 5. janúar 2011 20:01
Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. 5. janúar 2011 14:39
Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09