Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð Erla Hlynsdóttir skrifar 5. janúar 2011 14:39 Kristján Möller segir réttara að tala um notendagjöld en vegtolla Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. „Nei, þetta kemur mér ekki á óvart," segir Kristján. Hann bendir á að hingað til lands hafi komið á síðasta ári Norðmenn sem deilt hafi reynslu sinni af upptöku vegtolla og að þar í landi hafi um fimmtíu til sextíu prósent mótmælt harðlega í upphafi. „Þetta er ósköp eðlilegt. Fólk er að mótmæla ýmsum hækkunum sem dynja á landi og þjóð á þessum erfiðu tímum," segir Kristján.Ekki tollur heldur notendagjöld Hann hefur öllu meiri áhyggur af framsetningu FÍB á hugmyndum um vegtolla. „Mér finnst sorglegt hvað FÍB rangtúlkar allt í þessu samhengi og setur fram vitlausar tölur. Það er mjög alvarlegt," segir Kristján. Hann leggur áherslu á í raun sé rangnefni að kalla umrædd gjöld vegtolla og segir réttara að tala um notendagjöld. Þá segir hann miklu skipta í umræðunni að útfærsla notengagjaldanna liggi alls ekki fyrir, hún bíði þverpólitískrar nefndar sem ráðherra samgöngumála skipar og hefur nefndin þrjú til fjögur ár til að komast að endanlegri niðurstöðu. „Ég geri ráð fyrir að hugmyndirnar verði útfærðar með sem sanngjörnustum hætti og að hætti jafnaðarmennsku," segir Kristján. Lagt er upp með að notendagjöldin séu lausn til framtíðar og að í framhaldinu leggist af sérstök bensíngjöld og díselgjöld. Þannig verði skapað meira jafnræði milli ökutækja.Endanleg útfærsla ekki ljós Hann bendir á að fjöldi hugmynda að útfærslum á notendagjöldunum liggi fyrir og að FÍB hafi í útreikningum sínum ákveðið að taka út ákveðnar hugmyndir, sem er alls ekki ljóst að verði notaðar, og byggt málflutning sinn á þeim. Kristján segir ekki tímabært að tala um endanlegar tölur í þessu sambandi. Áður þurfi að liggja fyrir upplýsingar um þrjá gunnþætti; framkvæmdakostnað, vaxtakjör af lánum og umferðarmagn sem og tegund umferðar. „Þessar þrjár breytur skipta öllu máli um hver endanleg niðurstaða verður," segir Kristján. Honum finnst framganga FÍB í baráttunni gegn notendagjöldum ekki til fyrirmyndar. „Þetta eru ófagleg vinnubrögð," segir hannÞverpólitísk sátt „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint," segir Kristján. Hann lagði sjálfur fram frumvarp um vegaframkvæmdirnar, lántöku og veggjöldin þegar hann var samgönguráðherra og var það samþykkt tæplega fimmtíu greiddum atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. „Enginn greiddi atkvæði á móti frumvarpinu," segir hann. Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjá meira
Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir. „Nei, þetta kemur mér ekki á óvart," segir Kristján. Hann bendir á að hingað til lands hafi komið á síðasta ári Norðmenn sem deilt hafi reynslu sinni af upptöku vegtolla og að þar í landi hafi um fimmtíu til sextíu prósent mótmælt harðlega í upphafi. „Þetta er ósköp eðlilegt. Fólk er að mótmæla ýmsum hækkunum sem dynja á landi og þjóð á þessum erfiðu tímum," segir Kristján.Ekki tollur heldur notendagjöld Hann hefur öllu meiri áhyggur af framsetningu FÍB á hugmyndum um vegtolla. „Mér finnst sorglegt hvað FÍB rangtúlkar allt í þessu samhengi og setur fram vitlausar tölur. Það er mjög alvarlegt," segir Kristján. Hann leggur áherslu á í raun sé rangnefni að kalla umrædd gjöld vegtolla og segir réttara að tala um notendagjöld. Þá segir hann miklu skipta í umræðunni að útfærsla notengagjaldanna liggi alls ekki fyrir, hún bíði þverpólitískrar nefndar sem ráðherra samgöngumála skipar og hefur nefndin þrjú til fjögur ár til að komast að endanlegri niðurstöðu. „Ég geri ráð fyrir að hugmyndirnar verði útfærðar með sem sanngjörnustum hætti og að hætti jafnaðarmennsku," segir Kristján. Lagt er upp með að notendagjöldin séu lausn til framtíðar og að í framhaldinu leggist af sérstök bensíngjöld og díselgjöld. Þannig verði skapað meira jafnræði milli ökutækja.Endanleg útfærsla ekki ljós Hann bendir á að fjöldi hugmynda að útfærslum á notendagjöldunum liggi fyrir og að FÍB hafi í útreikningum sínum ákveðið að taka út ákveðnar hugmyndir, sem er alls ekki ljóst að verði notaðar, og byggt málflutning sinn á þeim. Kristján segir ekki tímabært að tala um endanlegar tölur í þessu sambandi. Áður þurfi að liggja fyrir upplýsingar um þrjá gunnþætti; framkvæmdakostnað, vaxtakjör af lánum og umferðarmagn sem og tegund umferðar. „Þessar þrjár breytur skipta öllu máli um hver endanleg niðurstaða verður," segir Kristján. Honum finnst framganga FÍB í baráttunni gegn notendagjöldum ekki til fyrirmyndar. „Þetta eru ófagleg vinnubrögð," segir hannÞverpólitísk sátt „Aðalatriðið er að Alþingi Íslendinga hefur samþykkt lagafrumvarp sem heimilar samgönguyfirvöldum að stofna félög utan um þessar framkvæmdir, taka til þess lán og endurgreiða þau með útfærðum notendagjöldum, sem ég endurtek að eru algjörlega óútfærð enn sem komið er. Upphæðin liggur ekki fyrr þar til þessar þrjár breytur verða komnar á hreint," segir Kristján. Hann lagði sjálfur fram frumvarp um vegaframkvæmdirnar, lántöku og veggjöldin þegar hann var samgönguráðherra og var það samþykkt tæplega fimmtíu greiddum atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. „Enginn greiddi atkvæði á móti frumvarpinu," segir hann.
Tengdar fréttir 25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06 Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjá meira
25 þúsund mótmæla vegtollum Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund. 5. janúar 2011 10:06
Undirskriftarsöfnun hafin til að mótmæla vegtollum Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur hafið undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið er mótmælt. FÍB segir að með hugmyndinni sé verið að gjörbreyta grundvallarhugmyndinni um þjóðvegi í þágu allra byggða og landsmanna og hvetja samtökin fólk til þess að skrá sig á listann. Um sólarhringur er liðinn frá því söfnunin hófst og nú þegar hafa rúmlega átta þúsund manns skráð sig. 4. janúar 2011 13:09
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“