Innlent

Harður árekstur á Akureyri

Ökumaður fólksbifreiðar var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur á gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu á Akureyri um klukkan tvö í dag.

Samkvæmt upplýsingum hjá varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri var fólksbílnum ekið í veg fyrir jeppa. Óskað er eftir hugsanlegum vitnum að árekstrinum.

Ekki er vitað um líðan ökumannsins en bíllinn er óökufær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×