Segir bændur skjóta hátt yfir markið með hækkunum Hafsteinn Hauksson skrifar 15. júlí 2011 19:45 Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. Landssamtök sauðfjárbænda tilkynntu í morgun um 25 prósenta hækkun á viðmiðunarverði sínu. Afurðastöðvar eru ekki skuldbundnar til að greiða bændum hækkunina, þó sauðfjárbændur búist við að tekið verði mark á tillögunum. Bændur segja að verð sauðfjárafurða á alþjóðamörkuðum hafi hækkað um 130 prósent frá árinu 2008 vegna gengisfalls og aukinnar eftirspurnar, en útflutningur nemi um 40 prósent framleiðslunnar. Verð til bænda hafi ekki endurspeglað þessa þróun. Þannig hafi skapast svigrúm til að hækka verðið til framleiðenda án þess að það hafi endilega áhrif á útsöluverð til neytenda innanlands. Ingunn Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, segir reynsluna þó aðra. „Reynslan er nú sú að í flestum tilfellum, þá skila hækkanir sér að mestum hluta til neytenda. Ég sé ekki að það verði neitt öðruvísi í þessu tilfelli," segir Ingunn, og bætir við að ný rannsóknarritgerð Seðlabankans renni stoðum undir það. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir bændur skjóta hátt yfir markið með kröfu um 25 prósenta hækkun sauðfjárafurðaverðs meðan verðbólga almennt mælist innan við fjórðungur þess. Hann telur þó að bændur séu fyrst og fremst að senda skilaboð til milliliða, og segir að eitthvað meiriháttar sé að í kerfi þar sem afurðaverð á heimsmarkaði hækki án þess að framleiðendur njóti þess. Hann segir að frekar þurfi að taka kerfið í gegn en bregðast við með stöku hækkunum. Jóhannes óttast samt að krafa bænda um hærra verð skili sér út í verðlag innanlands. Ef vörur í samkeppni við lambakjötið hækki ekki, þá muni sala lambakjöts hrynja. Annars stefni í keðjuverkun. „Ef þetta fer á versta veg þá geta aðrir hækkað í skjóli þessara verðhækkana," segir Jóhannes. „Það er erfitt að fullyrða um það, en það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir neytendur ef svo fer." Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Bændur vilja sjá fjórðungshækkun á verði sauðfjár-afurða til framleiðenda. Formaður Neytendasamtakanna óttast að slíkt gæti hrundið af stað hrinu verðhækkana. Landssamtök sauðfjárbænda tilkynntu í morgun um 25 prósenta hækkun á viðmiðunarverði sínu. Afurðastöðvar eru ekki skuldbundnar til að greiða bændum hækkunina, þó sauðfjárbændur búist við að tekið verði mark á tillögunum. Bændur segja að verð sauðfjárafurða á alþjóðamörkuðum hafi hækkað um 130 prósent frá árinu 2008 vegna gengisfalls og aukinnar eftirspurnar, en útflutningur nemi um 40 prósent framleiðslunnar. Verð til bænda hafi ekki endurspeglað þessa þróun. Þannig hafi skapast svigrúm til að hækka verðið til framleiðenda án þess að það hafi endilega áhrif á útsöluverð til neytenda innanlands. Ingunn Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ, segir reynsluna þó aðra. „Reynslan er nú sú að í flestum tilfellum, þá skila hækkanir sér að mestum hluta til neytenda. Ég sé ekki að það verði neitt öðruvísi í þessu tilfelli," segir Ingunn, og bætir við að ný rannsóknarritgerð Seðlabankans renni stoðum undir það. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir bændur skjóta hátt yfir markið með kröfu um 25 prósenta hækkun sauðfjárafurðaverðs meðan verðbólga almennt mælist innan við fjórðungur þess. Hann telur þó að bændur séu fyrst og fremst að senda skilaboð til milliliða, og segir að eitthvað meiriháttar sé að í kerfi þar sem afurðaverð á heimsmarkaði hækki án þess að framleiðendur njóti þess. Hann segir að frekar þurfi að taka kerfið í gegn en bregðast við með stöku hækkunum. Jóhannes óttast samt að krafa bænda um hærra verð skili sér út í verðlag innanlands. Ef vörur í samkeppni við lambakjötið hækki ekki, þá muni sala lambakjöts hrynja. Annars stefni í keðjuverkun. „Ef þetta fer á versta veg þá geta aðrir hækkað í skjóli þessara verðhækkana," segir Jóhannes. „Það er erfitt að fullyrða um það, en það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir neytendur ef svo fer."
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira