Kótelettufélagið: Vanhugsuð ummæli forseta ASÍ 19. júlí 2011 22:23 Mynd/Vilhelm „Þessi vanhugsuðu ummæli hryggja félagsmenn mjög. Forsetinn virðist gleyma því algjörlega að um innlenda framleiðslu er að ræða og íslenskt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá Kótelettufélagi Íslands. Félagsmenn eru afar ósáttir með Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem hefur hvatt almenning til að sniðganga lambakjöt vegna nýrrar verðskrár Landssambands sauðfjárbænda, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi sagði í Fréttablaðinu sl. laugardag hækkunina algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu. „Neytendur eiga að svara þessu með því að hætta að kaupa lambakjöt. Það gengur ekki að bændur séu með svona svikamyllu.“ Kótelettufélagið var stofnað í Reykjahverfi á Norðausturlandi á síðasta ári. Tilefni stofnunarinnar er að félagsmenn komi saman og borði kótelettur með gamla laginu, það er að segja í raspi með grænum baunum, rauðkáli og með rabarbarasultu. Þá vill félagið stuðla að betri kótelettumenningu í landinu, aukinni neyslu á lambakjöti og bættri matarmenningu. Rætt var við Þráinn Gunnarsson, formann Kótelettufélagsins, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. „Gylfi gleymir því algjörlega að hann er umbjóðandi stórs hluta þess fólks sem vinnur í afurðastöðvunum. Það er vítavert að nokkur maður á Íslandi skuli hugsa svona.“ Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Þessi vanhugsuðu ummæli hryggja félagsmenn mjög. Forsetinn virðist gleyma því algjörlega að um innlenda framleiðslu er að ræða og íslenskt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá Kótelettufélagi Íslands. Félagsmenn eru afar ósáttir með Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, sem hefur hvatt almenning til að sniðganga lambakjöt vegna nýrrar verðskrár Landssambands sauðfjárbænda, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir 25 prósenta hækkun á verði til bænda. Gylfi sagði í Fréttablaðinu sl. laugardag hækkunina algjörlega úr takti við aðrar hækkanir í samfélaginu. „Neytendur eiga að svara þessu með því að hætta að kaupa lambakjöt. Það gengur ekki að bændur séu með svona svikamyllu.“ Kótelettufélagið var stofnað í Reykjahverfi á Norðausturlandi á síðasta ári. Tilefni stofnunarinnar er að félagsmenn komi saman og borði kótelettur með gamla laginu, það er að segja í raspi með grænum baunum, rauðkáli og með rabarbarasultu. Þá vill félagið stuðla að betri kótelettumenningu í landinu, aukinni neyslu á lambakjöti og bættri matarmenningu. Rætt var við Þráinn Gunnarsson, formann Kótelettufélagsins, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. „Gylfi gleymir því algjörlega að hann er umbjóðandi stórs hluta þess fólks sem vinnur í afurðastöðvunum. Það er vítavert að nokkur maður á Íslandi skuli hugsa svona.“ Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira