HR og skógræktarfólk vilja Öskjuhlíð í fóstur 19. júlí 2011 07:30 Sigurður Einarsson arkitekt hefur gert tillögu fyrir höfuðstöðvar Skógræktarfélags Íslands í austanverðri Öskjuhlíð. Mynd/Sigurður Einarsson - Batteríið Öskjuhlíð gæti komist í forsjá Skógræktarfélags Íslands og Háskólans í Reykjavík ef borgaryfirvöld samþykkja tillögu þessara aðila. „Við undirritaðir erum sannfærðir um að Skógræktarfélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík séu réttir aðilar til að halda utan um þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í Öskjuhlíðinni til að hún geti orðið sú útivistarperla sem hún sannarlega býður upp á,“ segja Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélagsins, í bréfi til Jóns Gnarr borgarstjóra. Hugmyndin er sú að aðilarnir tveir, í nánu samstarfi við borgina, verði „fósturforeldrar“ Öskjuhlíðar. „Í því felst að SÍ og HR skuldbinda sig til að bera ábyrgð á svæðinu á komandi árum, stuðla að fegrun þess og uppbyggingu og laða að önnur fyrirtæki og stofnanir í nágrenni Öskjuhlíðar til að leggja sitt af mörkum til að vinna að uppbyggingu og fegrun svæðisins,“ segir í erindinu til borgarstjóra. Ari og Magnús segja meðal annars mikla ónýtta möguleika varðandi göngustíga, íþróttir, fræðslu og ferðamennsku í Öskjuhlíð. Staðurinn gæti gegnt lykilhlutverki sem útivistarsvæði. Skipuleggja þurfi skógræktina mun betur. „Þarna þarf að grisja og gróðursetja með fjölbreytni í huga, til dæmis blómstrandi rósir og berjarunna,“ segja þeir í bréfi sínu. Málið er nú á leið til skoðunar í skipulagsráði borgarinnar. Auk þess sem aðilarnir vilja fóstra Öskjuhlíðina óskar Skógræktarfélag Íslands eftir lóð fyrir nýjar höfuðstöðvar á svæðinu. Félagið segir húsinu ætlað að vera „hjarta“ skógræktaráhugamanna á Íslandi. Húsið verði lágreist og sem næst Perlunni til að raska svæðinu sem minnst. „Skógræktarfélag Íslands mun líta á sitt nýja heimili sem „póst“ á ferð útivistarfólks um stígakerfi Öskjuhlíðarinnar, þar sem það getur staldrað við, slappað af eða leikið sér samhliða því að fræðast um skógrækt og Öskjuhlíðina. Með veru sinni í Öskjuhlíðinni vill félagið gjarnan koma að skipulagi og framkvæmd við grisjun og plöntun ríkari flóru á svæðinu,“ segir í lóðarumsókn skógarmanna. gar@frettabladid.is Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Öskjuhlíð gæti komist í forsjá Skógræktarfélags Íslands og Háskólans í Reykjavík ef borgaryfirvöld samþykkja tillögu þessara aðila. „Við undirritaðir erum sannfærðir um að Skógræktarfélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík séu réttir aðilar til að halda utan um þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í Öskjuhlíðinni til að hún geti orðið sú útivistarperla sem hún sannarlega býður upp á,“ segja Ari Kristinn Jónsson, rektor skólans, og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélagsins, í bréfi til Jóns Gnarr borgarstjóra. Hugmyndin er sú að aðilarnir tveir, í nánu samstarfi við borgina, verði „fósturforeldrar“ Öskjuhlíðar. „Í því felst að SÍ og HR skuldbinda sig til að bera ábyrgð á svæðinu á komandi árum, stuðla að fegrun þess og uppbyggingu og laða að önnur fyrirtæki og stofnanir í nágrenni Öskjuhlíðar til að leggja sitt af mörkum til að vinna að uppbyggingu og fegrun svæðisins,“ segir í erindinu til borgarstjóra. Ari og Magnús segja meðal annars mikla ónýtta möguleika varðandi göngustíga, íþróttir, fræðslu og ferðamennsku í Öskjuhlíð. Staðurinn gæti gegnt lykilhlutverki sem útivistarsvæði. Skipuleggja þurfi skógræktina mun betur. „Þarna þarf að grisja og gróðursetja með fjölbreytni í huga, til dæmis blómstrandi rósir og berjarunna,“ segja þeir í bréfi sínu. Málið er nú á leið til skoðunar í skipulagsráði borgarinnar. Auk þess sem aðilarnir vilja fóstra Öskjuhlíðina óskar Skógræktarfélag Íslands eftir lóð fyrir nýjar höfuðstöðvar á svæðinu. Félagið segir húsinu ætlað að vera „hjarta“ skógræktaráhugamanna á Íslandi. Húsið verði lágreist og sem næst Perlunni til að raska svæðinu sem minnst. „Skógræktarfélag Íslands mun líta á sitt nýja heimili sem „póst“ á ferð útivistarfólks um stígakerfi Öskjuhlíðarinnar, þar sem það getur staldrað við, slappað af eða leikið sér samhliða því að fræðast um skógrækt og Öskjuhlíðina. Með veru sinni í Öskjuhlíðinni vill félagið gjarnan koma að skipulagi og framkvæmd við grisjun og plöntun ríkari flóru á svæðinu,“ segir í lóðarumsókn skógarmanna. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira