Gagnrýnd fyrir að ýta undir ójöfnuð foreldra salome@365.is skrifar 10. ágúst 2011 15:30 Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóri Egilsson/Office1. Mynd/GVA Ritfangaverslunin Office1 hrinti af stað nýrri auglýsingaherferð í byrjun júní undir yfirskriftinni „Við elskum mömmur". Íris Dögg Lárusdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf við HÍ, hefur sent kvörtun til fyrirtækisins, en hún segir herferðina ýta undir ójafnrétti foreldra. „Mér finnst alltaf jafn sorglegt að sjá svo greinilega ýtt undir ójöfnuð foreldra og þar með viðhaldið þeirri hugmynd í samfélaginu að mæður séu betri eða meiri foreldrar en feður." segir Íris í bréfi sem hún sendi til fjölmiðla, en hún sendi einnig kvörtun vegna málsins á Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóra fyrirtækisins. Aðspurður hver hvatinn að baki herferðinni væri sagði Kjartan "Okkur finnast mömmur bara svo yndislegar. Við eigum öll mæður, og ekki nóg með það heldur eru það konur sem stjórna mest öllum innkaupum heimilanna í dag." Kjartan sagðist ekki hafa heyrt af kvörtun Írisar áður en fréttastofa hafði samband við hann í dag, en ef það stæðist væri það í fyrsta skipti sem honum bærist gagnrýni á herferðina til eyrna. Hluti auglýsingaherferðarinnar felur það í sér að viðskiptavinir geta skráð nafn sitt í pott, en úr honum er daglega dreginn einstaklingur sem hlýtur tíu þúsund króna gjafabréf sem gildir í búðum Office1. Í auglýsingunni er leikurinn kynntur svo að ein mamma sé dregin út daglega, en að sögn Kjartans geta feður og barnlaust fólk einnig komist í hóp hinna heppnu. „Það eru bara allir í pottinum". Aðspurður hvort herferðin ýti undir hugmyndir um þau hlutverkaskipti að mæður stjórni innkaupum og sjái um uppeldi barnanna á meðan feður einbeiti sér að vinnu og eigi smærra hlutverk í lífi barna sinna segir Kjartan „Mér finnst það ekki. Við höfum fengið mikið lof fyrir herferðina og ég á fastlega von á því að þessi herferð fái íslensku markaðsverðlaunin í vor. " Kjartan var hikandi þegar það kom að því að ræða auglýsingaherferðir framtíðarinnar, en bætti þó við að lokum: „Við elskum pabba líka og við munum elska pabba líka í okkar auglýsingum í framtíðinni, alveg pottþétt." Hægt er að skoða herferðina nánar á vef fyrirtækisins. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ritfangaverslunin Office1 hrinti af stað nýrri auglýsingaherferð í byrjun júní undir yfirskriftinni „Við elskum mömmur". Íris Dögg Lárusdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf við HÍ, hefur sent kvörtun til fyrirtækisins, en hún segir herferðina ýta undir ójafnrétti foreldra. „Mér finnst alltaf jafn sorglegt að sjá svo greinilega ýtt undir ójöfnuð foreldra og þar með viðhaldið þeirri hugmynd í samfélaginu að mæður séu betri eða meiri foreldrar en feður." segir Íris í bréfi sem hún sendi til fjölmiðla, en hún sendi einnig kvörtun vegna málsins á Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóra fyrirtækisins. Aðspurður hver hvatinn að baki herferðinni væri sagði Kjartan "Okkur finnast mömmur bara svo yndislegar. Við eigum öll mæður, og ekki nóg með það heldur eru það konur sem stjórna mest öllum innkaupum heimilanna í dag." Kjartan sagðist ekki hafa heyrt af kvörtun Írisar áður en fréttastofa hafði samband við hann í dag, en ef það stæðist væri það í fyrsta skipti sem honum bærist gagnrýni á herferðina til eyrna. Hluti auglýsingaherferðarinnar felur það í sér að viðskiptavinir geta skráð nafn sitt í pott, en úr honum er daglega dreginn einstaklingur sem hlýtur tíu þúsund króna gjafabréf sem gildir í búðum Office1. Í auglýsingunni er leikurinn kynntur svo að ein mamma sé dregin út daglega, en að sögn Kjartans geta feður og barnlaust fólk einnig komist í hóp hinna heppnu. „Það eru bara allir í pottinum". Aðspurður hvort herferðin ýti undir hugmyndir um þau hlutverkaskipti að mæður stjórni innkaupum og sjái um uppeldi barnanna á meðan feður einbeiti sér að vinnu og eigi smærra hlutverk í lífi barna sinna segir Kjartan „Mér finnst það ekki. Við höfum fengið mikið lof fyrir herferðina og ég á fastlega von á því að þessi herferð fái íslensku markaðsverðlaunin í vor. " Kjartan var hikandi þegar það kom að því að ræða auglýsingaherferðir framtíðarinnar, en bætti þó við að lokum: „Við elskum pabba líka og við munum elska pabba líka í okkar auglýsingum í framtíðinni, alveg pottþétt." Hægt er að skoða herferðina nánar á vef fyrirtækisins.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira