Innlent

Telja atkvæði um verkfallsboðun

Loðna.
Loðna.

Trúnaðarmenn starfsmanna í loðnuvinnslu sitja nú við að telja atkvæði um hvort boðað skuli til verkfalls sem myndi þá hefjast í byrjun febrúar, verði það samþykkt.

Atkvæði eru talin í höfuðstöðvum Starfsgreinasambandssins.

Hundrað félagsmenn hjá Drífandi og Afli greiddu atkvæði. Verði verkfallið samþykkt hefst það 7. febrúar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er andinn slíkur á vinnustöðunum að það virðist líklegra að verkfallið verði samþykkt.

Um er að ræða verksmiðjur vítt og breitt um landið, meðal annars í Vestmannaeyjum, Fáskrúðsfirði, Höfn í Hornafirði, Eskifirði og víðar.

Aukinn loðnukvóti upp á 125.000 tonn, sem var samþykktur í síðustu viku, gefur þjóðarbúinu yfir 5 milljarða króna í auknar útflutningstekjur. Því er ljóst að ef verkfallið verður samþykkt getur það kostað þjóðarbúið skildinginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×