Innlent

Tölvuþjófar á kreiki á höfuðborgarsvæðinu

Tölvuþjófar voru á kreiki á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru ófundnir. fyrst var reynt að brjótast inn í tölvuverslun í Kópavogi upp úr miðnætti, en styggð virðist hafa komið að þjófnum og hann forðað sér án þess að stela neinu.

Klukkustund síðar var brotist inn í tölvuverslun í Múlahverfi og þaðan stolið fartölvu, að minnsta kosti. Undir klukkan 5 í morgun var svo brotist inn í tölvuverslun í Kópavogi og þaðan stolið stórum skjá og fleiru.

Lögreglan leitar þjófanna, en hverskyns tölvubúnaður þykir góður gjaldmiðill á fíkniefnamarkaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×