Erlent

Mannfall í Mið-Ameríku

Mikil flóð hafa fylgt í kjölfarið á hitabeltisstorminum.
Mikil flóð hafa fylgt í kjölfarið á hitabeltisstorminum. mynd/AFP
Hitabeltisstormur  gengur nú yfir Mið-Ameríku og hafa að minnsta kosti 18 manns látist af hans völdum í dag.

Neyðarástand er nú í Gvatemala og hafa yfirvöld þar í landi varað við hugsanlegum aurskriðum. Alvaro Colom, forseti Gvatemala, biðlaði til fólks að fara varlega á vegum og að forðast árbakka en nokkrir þar í landi hafa látist í skyndiflóðum.

Vísindamenn í Gvatemala telja að rigningin muni halda áfram næstu sólarhringa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×